Innlent

Starfsfólki býðst vinna við nýja stofnun

Svavar Hávarðsson skrifar
Rannsóknir í ferskvatni og hafrannsóknir færast undir sömu stofnun.
Rannsóknir í ferskvatni og hafrannsóknir færast undir sömu stofnun. Fréttablaðið/GVA
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun leggja fram frumvarp á Alþingi um sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar. Starfsfólki beggja stofnana hefur verið kynnt áformin og drög frumvarpsins verið sent hagsmunaaðilum til kynningar og samráðs.

Æskilegt þótti að greina formlega frá áætlunum ráðherra strax þó greiningarvinnu sé ekki lokið, segir í tilkynningu frá ráðuneytingu.

Þar segir að markmið sameiningarinnar sé að búa til öfluga rannsóknastofnun og efla vísindalega þekkingu á umhverfi og lifandi auðlindum í hafi og ferskvatni. Í kjölfar sameiningarinnar má samnýta betur mannauð, búnað og þekkingu beggja stofnana.

Hjá Hafrannsóknastofnun eru um 145 stöðugildi og Veiðimálastofnun um 20 stöðugildi. Með frumvarpinu er lagt til að öllu starfsfólki beggja stofnana verði boðið starf hjá sameinaðri stofnun.

Samþykki Alþingi frumvarp um sameiningu stofnananna mun forstjóra nýrrar stofnunar falin framkvæmd sameiningar í samvinnu við starfsmenn og ráðuneyti, þá bæði með tilliti til verkefna og stöðu starfsmanna við flutning starfa þeirra.


Tengdar fréttir

Kostnaðarsamur flutningur Fiskistofu

Flutningur tuga starfa frá Fiskistofu í Hafnarfirði til Akureyrar gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Formaður BHM segir starfsfólkið þurfa góðan tíma til að fara yfir sín mál en mörgum spurningum sé enn ósvarað.

Fiskistofa flutt á Akureyri

Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði.

Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir

Sigurður Ingi Jóhannsson gefur lítið fyrir þau mótmæli sem hafa heyrst frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann telur þetta eðlileg viðbrögð þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hann biðlar til þeirra að lesa stjórnarsáttmálann betur.

„Ég efast um að einhver fari norður“

„Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu.

Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu

Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×