Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Hjörtur Hjartarson skrifar 29. júní 2014 19:30 Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“ Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels