Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Hjörtur Hjartarson skrifar 29. júní 2014 19:30 Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Hæstaréttarlögmanni þykir augljóst að sjávarútvegsráðherra skorti lagaheimild til að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Hann segir líklegt að verði láti reyna á málið fyrir dómstólum verði flutningarnir dæmdir ólögmætir. 1998 dæmdi hæstiréttur ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra um að flytja Landmælingar til Akraness, ólögmæta. Málið var höfðað af starfsmanni Landmælinga sem sætti sig ekki við flutninginn. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir hönd starfsmannsins á sínum tíma. „Til þess að geta efnt til svona hreppaflutninga þá þurfi ráðherrann að hafa sérstaka lagaheimild. Ég held að hann hafi hana ekki í þessu tilfelli,“ segir Ragnar Hall. Eftir að dómur féll í máli Landmælinga var stjórnarráðslögunum þannig og ráðherrum gefin heimild til að flytja ríkisstofnanir út á land. „Nú hafa þau lög sætt endurskoðun og þessi heimild er ekki lengur inn í lögunum. Þá þarf ráðherra sem vill koma þessu í kring að byrja á því að leita heimilda hjá Alþingi með lagabreytingu til að hafa lagastoð fyrir sinni ákvörðun,“ segir Ragnar.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ Lögmæti aðgerðanna er eitt, en það skiptir varla minna máli hversu hagkvæmar þessar aðgerðir eru. Verður fiskistofa betri stofnun eftir flutningana? Lektor í stjórnsýslufræðum telur það ólíklegt, þvert á móti verði hún verri, í einhvern tíma hið minnsta. „Það er margt sem bendir til þess þegar maður skoðar þetta frá opinberri stjórnsýslu og þeim rannsóknum sem þau fræði byggja á að þetta verði frekar til að veikja stjórnsýsluna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu.Sigurbjörg segir það skiljanlegt að flestar stofnanir séu á höfuðborgarsvæðinu. Mest af sérhæfðri þekkingu sé hér og fyrirtæki geti valið úr stærri hópi starfsmanna. Sjávarútvegisráðherra segir það algengt að stofnanir séu fluttar. Sigurbjörg neitar því ekki. „En yfirleitt flytja stofnanir til þess að styrkja eigin stöðu og efla sjálfa sig og sína innviði til að geta sinnt betur þeim markmiðum sem þær eru sjálfar að vinna að,“ segir Sigurbjörg. Það eigi hinsvegar ekki við í þessu tilfelli. Flutningnum sé ætlað að styrkja atvinnulífið á Akureyri, ekki bæta starfsemi Fiskistofu. Sjávarútvegsráðherra reiknar með að flutningurinn kosti 100 til 200 miljónir.„Þegar maður heyrir fréttaflutning af þessu máli er mjög margt sem bendir til þess að hún sé ekkert sérlega vel ígrunduð. Ef við tökum bara sem dæmi með þennan kostnað sem menn gefa sér. Þetta hljómar nánast eins og skot í myrkri því það eru hundrað prósent á milli þessara stærða sem eru nefndar.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira