Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júlí 2014 12:41 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. visir/auðunn Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeirri óánægju sem fram hefur komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. Akureyrarbær vill leggja áherslu á að sátt náist um málið. „Þó Akureyrarbær hafi ekki beina aðkomu að málinu mun bærinn leggja sitt að mörkum til að þessar breytingar gangi sem best fyrir sig. Bærinn mun einnig taka saman efni til upplýsingar fyrir alla þá sem vilja kynna sér það sem Akureyri hefur upp á að bjóða og liðsinna hverjum þeim sem ákveður að fylgja nýrri starfstöð. Upplýsingar um þetta verða aðgengilegar á vef bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Akureyrarbær hafi lengi lagt áherslu á uppbyggingu opinberra starfa í bænum og að þar séu allar forsendur til staðar fyrir slíka starfsemi. „Í bænum er öflugt og fjölbreytt samfélag sem tryggir góð lífsgæði allra sem þar búa. Þó svo Akureyrarbær hafi ekki komið að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar er það skoðun bæjaryfirvalda að Akureyri sé ákjósanlegur staður fyrir starfsemi stofnunarinnar. Innan bæjarins er mikil og sterk fagleg þekking á sjávarútvegi vegna langrar útgerðasögu bæjarins. Þá hefur sjávarútvegsfræði verið kennd við Háskólann á Akureyri síðan 1990 og þannig byggst upp fræðileg sérþekking á sjávarútvegi.“ Það mun vera kappsmál bæjarins og allra þeirra sem koma að málinu að starfsemi Fiskistofu verði sem öflugust. „Mikilvægt sé að umræða um hana sé á faglegum forsendum en endi ekki í karpi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Á Akureyri eru allar forsendur til þess að stofnunin geti eflst enn frekar og munu bæjaryfirvöld gera það sem það sem í þeirra valdi stendur til að styðja við starfsemi hennar.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeirri óánægju sem fram hefur komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. Akureyrarbær vill leggja áherslu á að sátt náist um málið. „Þó Akureyrarbær hafi ekki beina aðkomu að málinu mun bærinn leggja sitt að mörkum til að þessar breytingar gangi sem best fyrir sig. Bærinn mun einnig taka saman efni til upplýsingar fyrir alla þá sem vilja kynna sér það sem Akureyri hefur upp á að bjóða og liðsinna hverjum þeim sem ákveður að fylgja nýrri starfstöð. Upplýsingar um þetta verða aðgengilegar á vef bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Akureyrarbær hafi lengi lagt áherslu á uppbyggingu opinberra starfa í bænum og að þar séu allar forsendur til staðar fyrir slíka starfsemi. „Í bænum er öflugt og fjölbreytt samfélag sem tryggir góð lífsgæði allra sem þar búa. Þó svo Akureyrarbær hafi ekki komið að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar er það skoðun bæjaryfirvalda að Akureyri sé ákjósanlegur staður fyrir starfsemi stofnunarinnar. Innan bæjarins er mikil og sterk fagleg þekking á sjávarútvegi vegna langrar útgerðasögu bæjarins. Þá hefur sjávarútvegsfræði verið kennd við Háskólann á Akureyri síðan 1990 og þannig byggst upp fræðileg sérþekking á sjávarútvegi.“ Það mun vera kappsmál bæjarins og allra þeirra sem koma að málinu að starfsemi Fiskistofu verði sem öflugust. „Mikilvægt sé að umræða um hana sé á faglegum forsendum en endi ekki í karpi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Á Akureyri eru allar forsendur til þess að stofnunin geti eflst enn frekar og munu bæjaryfirvöld gera það sem það sem í þeirra valdi stendur til að styðja við starfsemi hennar.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30