Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júlí 2014 12:41 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. visir/auðunn Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeirri óánægju sem fram hefur komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. Akureyrarbær vill leggja áherslu á að sátt náist um málið. „Þó Akureyrarbær hafi ekki beina aðkomu að málinu mun bærinn leggja sitt að mörkum til að þessar breytingar gangi sem best fyrir sig. Bærinn mun einnig taka saman efni til upplýsingar fyrir alla þá sem vilja kynna sér það sem Akureyri hefur upp á að bjóða og liðsinna hverjum þeim sem ákveður að fylgja nýrri starfstöð. Upplýsingar um þetta verða aðgengilegar á vef bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Akureyrarbær hafi lengi lagt áherslu á uppbyggingu opinberra starfa í bænum og að þar séu allar forsendur til staðar fyrir slíka starfsemi. „Í bænum er öflugt og fjölbreytt samfélag sem tryggir góð lífsgæði allra sem þar búa. Þó svo Akureyrarbær hafi ekki komið að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar er það skoðun bæjaryfirvalda að Akureyri sé ákjósanlegur staður fyrir starfsemi stofnunarinnar. Innan bæjarins er mikil og sterk fagleg þekking á sjávarútvegi vegna langrar útgerðasögu bæjarins. Þá hefur sjávarútvegsfræði verið kennd við Háskólann á Akureyri síðan 1990 og þannig byggst upp fræðileg sérþekking á sjávarútvegi.“ Það mun vera kappsmál bæjarins og allra þeirra sem koma að málinu að starfsemi Fiskistofu verði sem öflugust. „Mikilvægt sé að umræða um hana sé á faglegum forsendum en endi ekki í karpi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Á Akureyri eru allar forsendur til þess að stofnunin geti eflst enn frekar og munu bæjaryfirvöld gera það sem það sem í þeirra valdi stendur til að styðja við starfsemi hennar.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeirri óánægju sem fram hefur komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. Akureyrarbær vill leggja áherslu á að sátt náist um málið. „Þó Akureyrarbær hafi ekki beina aðkomu að málinu mun bærinn leggja sitt að mörkum til að þessar breytingar gangi sem best fyrir sig. Bærinn mun einnig taka saman efni til upplýsingar fyrir alla þá sem vilja kynna sér það sem Akureyri hefur upp á að bjóða og liðsinna hverjum þeim sem ákveður að fylgja nýrri starfstöð. Upplýsingar um þetta verða aðgengilegar á vef bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Akureyrarbær hafi lengi lagt áherslu á uppbyggingu opinberra starfa í bænum og að þar séu allar forsendur til staðar fyrir slíka starfsemi. „Í bænum er öflugt og fjölbreytt samfélag sem tryggir góð lífsgæði allra sem þar búa. Þó svo Akureyrarbær hafi ekki komið að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar er það skoðun bæjaryfirvalda að Akureyri sé ákjósanlegur staður fyrir starfsemi stofnunarinnar. Innan bæjarins er mikil og sterk fagleg þekking á sjávarútvegi vegna langrar útgerðasögu bæjarins. Þá hefur sjávarútvegsfræði verið kennd við Háskólann á Akureyri síðan 1990 og þannig byggst upp fræðileg sérþekking á sjávarútvegi.“ Það mun vera kappsmál bæjarins og allra þeirra sem koma að málinu að starfsemi Fiskistofu verði sem öflugust. „Mikilvægt sé að umræða um hana sé á faglegum forsendum en endi ekki í karpi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Á Akureyri eru allar forsendur til þess að stofnunin geti eflst enn frekar og munu bæjaryfirvöld gera það sem það sem í þeirra valdi stendur til að styðja við starfsemi hennar.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30