Engin gögn til um flutning Fiskistofu til Akureyrar Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2014 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson virðist ekki hafa myndað neinn starfshóp innan ráðuneytisins um flutning stofnana út á land Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira