Engin gögn til um flutning Fiskistofu til Akureyrar Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2014 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson virðist ekki hafa myndað neinn starfshóp innan ráðuneytisins um flutning stofnana út á land Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Ekki eru allir sáttir við ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Sá flutningur stofnunarinnar á að vera yfirstaðinn í lok næsta árs. Starfsmenn stofnunarinnar hafa mótmælt kröftuglega. Bent er á að málið snerti atvinnu og lífsviðurværi um fjörutíu fjölskyldna. Einnig hafa mótbárur heyrst innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrann bendir hins vegar á að ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á landsbyggðina. Sú stefna sé í stjórnarsáttmálanum og í samþykktri byggðaáætlun. Gagnrýnt er að ákvörðunin virðist hafa verið tekin af afar litlum hópi innan ráðuneytisins. Engin fagleg nefnd hafi kannað hvaða kostir væru bestir í stöðunni. Sigurður Ingi segir við Fréttablaðið að strax síðastliðið sumar hafi vinna verið hafin inni í ráðuneytinu til að athuga hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að flytja. Vegna eðlis starfseminnar sé Fiskistofa heppilegasti kosturinn. Samt var engin nefnd að störfum í ráðuneytinu til að vega og meta kostina og enginn mælanlegur eða áþreifanlegur árangur kortlagður.Sjávarútvegsráðuneytið Engin nefnd var að störfum innan ráðuneytisins til að kanna mögulega kosti. Engin gögn um vinnu ráðuneytisins eru tiltæk.Þá er gagnrýnt að ráðuneytið hafi kannað til hlítar lagalega hlið flutnings Fiskistofu. Ráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að dómur í Hæstarétti um flutning Landmælinga Íslands til Akraness hafi fyrst verið skoðaður af ráðuneytinu síðastliðinn mánudagsmorgun. Erfitt er að glöggva sig á því hvaða vinnu var sinnt af ráðuneytinu því að engin gögn eru til um vinnu ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun hefur ekki tekið saman gögn um flutning opinberra stofnana til landsbyggðarinnar og hefur auk þess ekki skoðað gaumgæfilega færslu verkefna frá höfuðborg til sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir koma til álita að gera úttekt á flutningi Fiskistofu síðar, ef af honum verður og greina þá mögulegan kostnað og ávinning. Sveinn vill ekki tjá sig um flutninginn að svo stöddu.Þórarinn EyfjörðSannfærður að hagsmunir stofnunarinnar séu hafðir að enguÞórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segist sannfærður um að engar rannsóknir, upplýsingaöflun né nokkurs konar samvinna um hagsmuni stofnunarinnar hafi legið að baki ákvörðun um að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ákvörðunin sé háð pólitískum geðþótta. Enn eigi eftir að finna rök fyrir henni. „Það er svo helvíti súrt í broti að vakna við það núna árið 2014 að ráðherrar séu að taka pólitískar ákvarðanir án þess að fyrir liggi nokkrar úttektir, mælingar eða nokkuð mat á hagkvæmni þess að gera þetta. Það eina sem liggur fyrir er ríkisstjórnarsáttmáli um að flytja stofnanir út á land. Ef svo er þá er þetta sú alvitlausasta leið til þess að flytja störf út á land. Nútímastjórnsýsla á að vera sú að dreifa verkefnum en ekki flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta, því að með því tapast gífurlegur mannauður og þekking út úr stofnuninni,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira