Urgur innan þingflokks Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2014 13:46 Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru allt annað en ánægðir með Sigurð Inga. „Byggðapólitík getur ekki bara verið fólgin í því að færa störf frá einum stað í annan,“ segir Ragnheiður þingflokksformaður. Sú ákvörðun, sem Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti ríkisstjórninni fyrir skömmu, um að flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar, ætlar að reynast umdeild, svo mjög að hún gæti reynt verulega á samstarf ríkisstjórnarflokkanna. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar lýst sig ósammála þessum áformum, Vilhjálmur Bjarnason segist ekki geta stutt þau. Hann segir málið ekki grundvallast á mikilli skoðun og segist, í samtali við RÚV, vilja fá að vita nákvæmlega hvað vakir fyrir mönnum. Aðrir þingmenn gagnrýna þetta einnig, svo sem Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson og sjálfur þingflokksformaðurinn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ekki góð aðferðafræði Ekki er úr vegi að spyrja Ragnheiði hreint úr: Bendir þetta ekki til bullandi óánægju innan þingflokksins? „Það er alveg ljóst að þessir fjórir þingmenn; við höfum gagnrýnt og sagt að við séum ósátt við þennan flutning. Og ég, fyrir mitt leyti, tel að það þurfi að rökstyðja betur af hverju slík ákvörðun er tekin og af hverju hún er tekin með þeim hætti sem hún er tekið. Ég held að aðferðarfræðin sé ekki góð þó ég sé sammála því að færa megi störf út á land en það þýðir ekki að það eigi að taka þau einhvers staðar annars staðar. Það verður að búa til aðstæður sem skapa störf á landsbyggðinni.“Þarna liggur ekki fyrir nein úttekt á því hvort þetta sé hagkvæmt fyrir heildina? „Mér er ekki kunnugt um það og ef flutningur kostar á bilinu 100 til 200 milljónir í upphafi, þá tekur æði langan tíma að ná fram hagræði í því til lengri tíma litið. Og ef sá mannauður sem er á Fiskistofu í Hafnarfirði ætlar ekki með hlýtur það að kalla á þjálfun, uppbyggingu og færni hjá nýju starfsfólki.“Byggðapólitík hlýtur að taka mið af heildinniLiggur þá ekki fyrir að þessi gjörningur muni reyna á ríkisstjórnarsamstarfið? „Ég ætla nú ekkert að leiða neinum líkum að því. Það er ýmislegt sem ráðherrar í ríkisstjórn innan sinna málaflokka ákveða að gera þó heildin sé ekki samstiga. Hins vegar er þetta þannig mál að það hefði þurft að ræða það með öðrum hætti og þetta sé ekki mál einstakra ráðherra endilega að fara í slíkan flutning þegar tveir eða fleiri flokkar eru í samstarfi. Þá megi ræða málin áður en farið er af stað.“En má ekki segja að þetta sé blind landsbyggðapólitík sem Framsóknarflokkurinn er að reka í nafni ríkisstjórnarinnar?(Löng þögn.) „Ég á nú erfitt með að svara kannski akkúrat þessari spurningu. En byggðapólitík hlýtur líka að þurfa að taka mið af heildinni, taka mið af mannauði og hún getur ekki bara verið fólgin í því að færa störf frá einum stað í annan án þess að það sé skoðað. Ekki frekar en þegar Vísir ákvað að loka á Djúpavogi og á Þingeyri, þá var ástæða til að ræða það jafnt í þinginu sem og í ríkisstjórn. Og við hljótum að líta á atvinnutækifæri í landinu í heild sinni og hvar skynsamlegast sé að þau séu hverju sinni.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir Sigurður Ingi Jóhannsson gefur lítið fyrir þau mótmæli sem hafa heyrst frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann telur þetta eðlileg viðbrögð þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hann biðlar til þeirra að lesa stjórnarsáttmálann betur. 1. júlí 2014 11:00 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Velgjörðarmaður að sunnan Hér á landi er viss tilhneiging til að lifa sig inn í hlutskipti eða hugmynd án þess að veruleikinn sé endilega alltaf hafður með í ráðum. 30. júní 2014 07:00 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. 1. júlí 2014 12:41 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Sú ákvörðun, sem Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti ríkisstjórninni fyrir skömmu, um að flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar, ætlar að reynast umdeild, svo mjög að hún gæti reynt verulega á samstarf ríkisstjórnarflokkanna. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar lýst sig ósammála þessum áformum, Vilhjálmur Bjarnason segist ekki geta stutt þau. Hann segir málið ekki grundvallast á mikilli skoðun og segist, í samtali við RÚV, vilja fá að vita nákvæmlega hvað vakir fyrir mönnum. Aðrir þingmenn gagnrýna þetta einnig, svo sem Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson og sjálfur þingflokksformaðurinn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ekki góð aðferðafræði Ekki er úr vegi að spyrja Ragnheiði hreint úr: Bendir þetta ekki til bullandi óánægju innan þingflokksins? „Það er alveg ljóst að þessir fjórir þingmenn; við höfum gagnrýnt og sagt að við séum ósátt við þennan flutning. Og ég, fyrir mitt leyti, tel að það þurfi að rökstyðja betur af hverju slík ákvörðun er tekin og af hverju hún er tekin með þeim hætti sem hún er tekið. Ég held að aðferðarfræðin sé ekki góð þó ég sé sammála því að færa megi störf út á land en það þýðir ekki að það eigi að taka þau einhvers staðar annars staðar. Það verður að búa til aðstæður sem skapa störf á landsbyggðinni.“Þarna liggur ekki fyrir nein úttekt á því hvort þetta sé hagkvæmt fyrir heildina? „Mér er ekki kunnugt um það og ef flutningur kostar á bilinu 100 til 200 milljónir í upphafi, þá tekur æði langan tíma að ná fram hagræði í því til lengri tíma litið. Og ef sá mannauður sem er á Fiskistofu í Hafnarfirði ætlar ekki með hlýtur það að kalla á þjálfun, uppbyggingu og færni hjá nýju starfsfólki.“Byggðapólitík hlýtur að taka mið af heildinniLiggur þá ekki fyrir að þessi gjörningur muni reyna á ríkisstjórnarsamstarfið? „Ég ætla nú ekkert að leiða neinum líkum að því. Það er ýmislegt sem ráðherrar í ríkisstjórn innan sinna málaflokka ákveða að gera þó heildin sé ekki samstiga. Hins vegar er þetta þannig mál að það hefði þurft að ræða það með öðrum hætti og þetta sé ekki mál einstakra ráðherra endilega að fara í slíkan flutning þegar tveir eða fleiri flokkar eru í samstarfi. Þá megi ræða málin áður en farið er af stað.“En má ekki segja að þetta sé blind landsbyggðapólitík sem Framsóknarflokkurinn er að reka í nafni ríkisstjórnarinnar?(Löng þögn.) „Ég á nú erfitt með að svara kannski akkúrat þessari spurningu. En byggðapólitík hlýtur líka að þurfa að taka mið af heildinni, taka mið af mannauði og hún getur ekki bara verið fólgin í því að færa störf frá einum stað í annan án þess að það sé skoðað. Ekki frekar en þegar Vísir ákvað að loka á Djúpavogi og á Þingeyri, þá var ástæða til að ræða það jafnt í þinginu sem og í ríkisstjórn. Og við hljótum að líta á atvinnutækifæri í landinu í heild sinni og hvar skynsamlegast sé að þau séu hverju sinni.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir Sigurður Ingi Jóhannsson gefur lítið fyrir þau mótmæli sem hafa heyrst frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann telur þetta eðlileg viðbrögð þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hann biðlar til þeirra að lesa stjórnarsáttmálann betur. 1. júlí 2014 11:00 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Velgjörðarmaður að sunnan Hér á landi er viss tilhneiging til að lifa sig inn í hlutskipti eða hugmynd án þess að veruleikinn sé endilega alltaf hafður með í ráðum. 30. júní 2014 07:00 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. 1. júlí 2014 12:41 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46
Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir Sigurður Ingi Jóhannsson gefur lítið fyrir þau mótmæli sem hafa heyrst frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann telur þetta eðlileg viðbrögð þingmanna höfuðborgarsvæðisins. Hann biðlar til þeirra að lesa stjórnarsáttmálann betur. 1. júlí 2014 11:00
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
Velgjörðarmaður að sunnan Hér á landi er viss tilhneiging til að lifa sig inn í hlutskipti eða hugmynd án þess að veruleikinn sé endilega alltaf hafður með í ráðum. 30. júní 2014 07:00
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30
Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar. 1. júlí 2014 12:41