Kostnaðarsamur flutningur Fiskistofu Linda Blöndal skrifar 28. júní 2014 19:35 Áætlað er að flutningur um fimmtíu starfa Fiskistofu til Akureyrar mun kosta á bilinu 100 til 200 milljónir króna, segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Nokkuð ljóst er því að aðgerðin verður kostnaðarsöm, bæði fjárhagslega og félagslega en á mánudag býðst starfsfólkinu áfallahjálp. Ráðuneytið mun styrkja starfsfólkið vegna flutninga, atvinnuráðgjafar eða sveigjanlegra starfsloka, og einnig þarf að segja upp leigusamningi höfuðstöðvanna í Hafnarfirði sem rennur út árið 2026.Fordæmalaus flutningurGuðlaug Kristjánsdóttir, Formaður BHM segir flutninginn fordæmalausan og hvetur starfsfólkið til að skoða lagalega stöðu sína. „Þetta ber mjög brátt að og er af stærðargráðu sem er áður óþekkt. Það þarf að skoða allar forsendur og það vakna fjöldamargar spurningar“, sagði Guðlaug í fréttum Stöðvar tvö. Athuga þurfi til dæmis hvort að þetta skilgreinist sem uppsagnir og hvort að málefnaleg rök séu þá fyrir þeim. „Þetta snýr að réttindamálum starfsfólks og við hverjum starfsfólk til að setja sig í samband við stéttarfélagið sitt“, segir Guðlaug. Starfmenn Fiskistofu gegna margir mjög sérhæfðum störfum og eru í ólíkum stéttarfélögum innan BHM.Gríðarlegt inngrip í líf fólksGuðlaug segir að einnig sé mjög óljóst hvenær þessir flutningar munu hefjast og hvaða tíma starfsfólkið hefur til að skoða sín mál. „Við eins og aðrir starfsmenn þurfum fyrst og fremst að fá nægan tíma til að bregðast við og skoða stöðuna“, segir hún. „Þetta er stærsti flutningur á störfum hingað til, það fluttust 20 störf með Byggðastofnun á Sauðárkrók og þá fluttist einn starfsmaður með frá Höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er gríðarlega mikið inngrip í líf fólks og mikilvægt að fólk fái ráðrúm til að átta sig. Þetta eru landshornaflutningar sem verið er að leggja upp með“, segir Guðlaug. Ekki verið að flytja alla stofnuninaSigurður Ingi lagði áherslu á það í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö að ekki sé verið að flytja stofnunina út á land heldur einungis höfuðstöðvar hennar. Tíu til tólf störf verði eftir á Höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum á að vera lokið í lok næsta árs, 2015.Fleiri störf jafnvel flutt burtSigurður Ingi segir ekkert útilokað að fleiri störf verði flutt til landsbyggðarinnar á vegum síns ráðuneytis þó líklega yrði það í minni mæli en nú. Ekki fæst uppgefið hvaða störf þetta gætu verið. Þá telur hann ekki þörf á sérstakri lagasetningu vegna flutning starfa Fiskistofu þar sem ekki væri verið að flytja heila stofnun á milli landshluta heldur bara höfuðstöðvarnar. En árið 1998 féll hæstarréttardómur um að flutningur Landmælinga tveimur árum fyrr til Akraness væri ólöglegur. Sigurður Ingi kallaði starfsfólk Fiskistofu saman með dags fyrirvara á fund í gær og tilkynnti þeim breytingarnar. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Áætlað er að flutningur um fimmtíu starfa Fiskistofu til Akureyrar mun kosta á bilinu 100 til 200 milljónir króna, segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Nokkuð ljóst er því að aðgerðin verður kostnaðarsöm, bæði fjárhagslega og félagslega en á mánudag býðst starfsfólkinu áfallahjálp. Ráðuneytið mun styrkja starfsfólkið vegna flutninga, atvinnuráðgjafar eða sveigjanlegra starfsloka, og einnig þarf að segja upp leigusamningi höfuðstöðvanna í Hafnarfirði sem rennur út árið 2026.Fordæmalaus flutningurGuðlaug Kristjánsdóttir, Formaður BHM segir flutninginn fordæmalausan og hvetur starfsfólkið til að skoða lagalega stöðu sína. „Þetta ber mjög brátt að og er af stærðargráðu sem er áður óþekkt. Það þarf að skoða allar forsendur og það vakna fjöldamargar spurningar“, sagði Guðlaug í fréttum Stöðvar tvö. Athuga þurfi til dæmis hvort að þetta skilgreinist sem uppsagnir og hvort að málefnaleg rök séu þá fyrir þeim. „Þetta snýr að réttindamálum starfsfólks og við hverjum starfsfólk til að setja sig í samband við stéttarfélagið sitt“, segir Guðlaug. Starfmenn Fiskistofu gegna margir mjög sérhæfðum störfum og eru í ólíkum stéttarfélögum innan BHM.Gríðarlegt inngrip í líf fólksGuðlaug segir að einnig sé mjög óljóst hvenær þessir flutningar munu hefjast og hvaða tíma starfsfólkið hefur til að skoða sín mál. „Við eins og aðrir starfsmenn þurfum fyrst og fremst að fá nægan tíma til að bregðast við og skoða stöðuna“, segir hún. „Þetta er stærsti flutningur á störfum hingað til, það fluttust 20 störf með Byggðastofnun á Sauðárkrók og þá fluttist einn starfsmaður með frá Höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er gríðarlega mikið inngrip í líf fólks og mikilvægt að fólk fái ráðrúm til að átta sig. Þetta eru landshornaflutningar sem verið er að leggja upp með“, segir Guðlaug. Ekki verið að flytja alla stofnuninaSigurður Ingi lagði áherslu á það í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö að ekki sé verið að flytja stofnunina út á land heldur einungis höfuðstöðvar hennar. Tíu til tólf störf verði eftir á Höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum á að vera lokið í lok næsta árs, 2015.Fleiri störf jafnvel flutt burtSigurður Ingi segir ekkert útilokað að fleiri störf verði flutt til landsbyggðarinnar á vegum síns ráðuneytis þó líklega yrði það í minni mæli en nú. Ekki fæst uppgefið hvaða störf þetta gætu verið. Þá telur hann ekki þörf á sérstakri lagasetningu vegna flutning starfa Fiskistofu þar sem ekki væri verið að flytja heila stofnun á milli landshluta heldur bara höfuðstöðvarnar. En árið 1998 féll hæstarréttardómur um að flutningur Landmælinga tveimur árum fyrr til Akraness væri ólöglegur. Sigurður Ingi kallaði starfsfólk Fiskistofu saman með dags fyrirvara á fund í gær og tilkynnti þeim breytingarnar.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira