„Ég efast um að einhver fari norður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2014 15:38 Vísir/Pjetur „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 75 manns starfa hjá Fiskistofu þar af 50 í Hafnarfirði. Þeim býðst að flytja norður og halda starfi sínu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. Starfsmenn voru boðaðir á fund í starfstöð Fiskistofu í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Var ætlunin að Sigurður Ingi kynnti þeim sjálfur hvað framundan væri. Ráðherra tafðist hins vegar og eftir um tíu mínútna bið í fundarsalnum, þar sem fólk beið í mikilli óvissu, ákvað fiskistofustjóri að taka af skarið og greina starfsfólki sínu sjálfur frá tíðindunum. Nokkru síðar mætti Sigurður Ingi á fundinn. Litlar umræður sköpuðust á fundinum í dag enda fólk enn að melta tíðindin að sögn starfsmannsins sem Vísir ræddi við. „Hann bauðst að koma aftur þegar við værum búin að hugsa málið og hefðum spurningar fram að færa.“ Sigurður tilkynnti starfsmönnum að til stæði að starfsemi færi að fullu fram á Akureyri vorið 2015. Væri flutningurinn hluti af því að færa starfsemi í auknum mæli út á land. Starfsmaðurinn sem gaf sér tíma til að ræða við Vísi segir að enginn hafi búist við tíðindum dagsins. „Ekkert þannig. Það er náttúrulega búið að ganga í gegnum niðurskurð frá hruni á hverju ári. Maður taldi að nóg væri komið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í skoðun væri að flytja fleiri stofnanir norður í land á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri í hádeginu í dag. Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
„Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 75 manns starfa hjá Fiskistofu þar af 50 í Hafnarfirði. Þeim býðst að flytja norður og halda starfi sínu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. Starfsmenn voru boðaðir á fund í starfstöð Fiskistofu í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Var ætlunin að Sigurður Ingi kynnti þeim sjálfur hvað framundan væri. Ráðherra tafðist hins vegar og eftir um tíu mínútna bið í fundarsalnum, þar sem fólk beið í mikilli óvissu, ákvað fiskistofustjóri að taka af skarið og greina starfsfólki sínu sjálfur frá tíðindunum. Nokkru síðar mætti Sigurður Ingi á fundinn. Litlar umræður sköpuðust á fundinum í dag enda fólk enn að melta tíðindin að sögn starfsmannsins sem Vísir ræddi við. „Hann bauðst að koma aftur þegar við værum búin að hugsa málið og hefðum spurningar fram að færa.“ Sigurður tilkynnti starfsmönnum að til stæði að starfsemi færi að fullu fram á Akureyri vorið 2015. Væri flutningurinn hluti af því að færa starfsemi í auknum mæli út á land. Starfsmaðurinn sem gaf sér tíma til að ræða við Vísi segir að enginn hafi búist við tíðindum dagsins. „Ekkert þannig. Það er náttúrulega búið að ganga í gegnum niðurskurð frá hruni á hverju ári. Maður taldi að nóg væri komið.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í skoðun væri að flytja fleiri stofnanir norður í land á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri í hádeginu í dag.
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46