Innlent

„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“

Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson færði Akureyringum tíðindin í hádeginu í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson færði Akureyringum tíðindin í hádeginu í dag.
„Það er síðan í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nú eftir hádegið. Á fundinum færði Sigmundur Davíð þau tíðindi að ákveðið hefðið verið að flytja Fiskistofu á Akureyri, eins og Vísir sagði frá í dag.

Sigmundur sagði að tilfærsla höfuðstöðva Fiskistofu væri „í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.“

Í ræðu sinni sagði forsætisráðherra að uppbygging yrði að vera um allt land. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess.“ Ríkisvaldið gæti lagt sitt af mörkum í uppbyggingu landsbyggðarinnar með því að dreifa störfum hins opinbera um landið. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess. Störfin eru ekki eins háð staðsetningu en áður, og því hlýtur það að gilda í báðar áttir. Þannig getum við unnið að því að byggja upp fleiri og sterkari kjarna um allt land og það er markmiðið að allt landið sé undir í uppbyggingunni,“ var meðal þess sem forsætisráðherra sagði í hádeginu.

Höfuðstöðvar Fiskistofu, sem hafa verið í Hafnarfirði undanfarin níu ár, fara norður. „Megin starfssemi Fiskistofu flyst á Akureyri en enn verða þó áfram starfræktar starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Starfsstöðvar Fiskistofu eru í Vestmannaeyjum, á Stykkishólmi, á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og voru á Akureyri, en flytjast nú væntanlega til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Fiskistofa flutt á Akureyri

Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði.

„Ég efast um að einhver fari norður“

„Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.