Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir 1. júlí 2014 11:00 Allt að 40 störf munu flytjast með Fiskistofu til Akureyrar í lok næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ánægður með flutning Fiskistofu til Akureyrar. Hann telur þau mótmæli sem hafa komið innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins vera eðlileg í ljósi þess hversu viðkvæmt málið sé. „Mér finnst þetta vera eðlileg viðbrögð þingmanna á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar skiptir mestu máli er að þetta er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem skýrt er kveðið á um flutning opinberra starfa eða að heilu stofnanirnar verði fluttar á landsbyggðirnar. Einnig er farið yfir þetta í byggðaáætlun sem var samþykkt á síðasta þingi,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vil bara segja við þá þingmenn að lesa stjórnarsáttmálann og fara þá betur yfir þá byggðaáætlun sem þeir samþykktu.“ Þegar Sigurður var spurður út í dóm Hæstaréttar um ólögmæti flutnings Landmælinga fyrir síðustu aldamót og hvort ráðuneytið hefði kannað þá stöðu sagði hann málið vera í skoðun. „Við fórum yfir þennan dóm í morgun. Munurinn er sá núna að við höfum átján mánuði upp á að hlaupa ef við þurfum að fara með málið fyrir Alþingi og fá heimild þingsins til að flytja stofnunina. Aðalatriðið er að nú er hafin vinnan og starfsmenn verða hafðir með í ráðum. Það skiptir mestu máli,“ segir ráðherrann.Sigurður Ingi Jóhannsson Telur þingmenn þurfa að lesa byggðaáætlunina sem þeir samþykktu á síðasta þingi.Að sögn Sigurðar hófst skoðun strax síðastliðið sumar innan hans ráðuneytis á því hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að færa frá höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina. Þegar menn höfðu kannað þetta mál gaumgæfilega og velt fyrir sér öllum hugmyndum varð niðurstaðan sú að Fiskistofa væri færasti kosturinn vegna eðlis starfsemi stofnunarinnar. 80 prósent starfsemi sjávarútvegsins fara fram á landsbyggðinni. Sigurður vildi þó árétta að eftir sem áður yrðu starfstöðvar Fiskistofu vítt og breitt um landið. „Reykjavíkurhöfn er stærsta útgerðarhöfn landsins og því verður öflugt starf Fiskistofu ennþá á höfuðborgarsvæðinu, það segir sig sjálft,“ segir hann. Þegar Sigurður var spurður að því hversu mörg störf þetta séu sem verði færð frá Hafnarfirði til Akureyrar gat hann ekki sagt nákvæmlega til um það. „Við höfum verið að skoða það, að þetta verði á bilinu 30 til 35 störf. 40 störf yrðu algjört hámark að okkar mati.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ánægður með flutning Fiskistofu til Akureyrar. Hann telur þau mótmæli sem hafa komið innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins vera eðlileg í ljósi þess hversu viðkvæmt málið sé. „Mér finnst þetta vera eðlileg viðbrögð þingmanna á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar skiptir mestu máli er að þetta er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem skýrt er kveðið á um flutning opinberra starfa eða að heilu stofnanirnar verði fluttar á landsbyggðirnar. Einnig er farið yfir þetta í byggðaáætlun sem var samþykkt á síðasta þingi,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vil bara segja við þá þingmenn að lesa stjórnarsáttmálann og fara þá betur yfir þá byggðaáætlun sem þeir samþykktu.“ Þegar Sigurður var spurður út í dóm Hæstaréttar um ólögmæti flutnings Landmælinga fyrir síðustu aldamót og hvort ráðuneytið hefði kannað þá stöðu sagði hann málið vera í skoðun. „Við fórum yfir þennan dóm í morgun. Munurinn er sá núna að við höfum átján mánuði upp á að hlaupa ef við þurfum að fara með málið fyrir Alþingi og fá heimild þingsins til að flytja stofnunina. Aðalatriðið er að nú er hafin vinnan og starfsmenn verða hafðir með í ráðum. Það skiptir mestu máli,“ segir ráðherrann.Sigurður Ingi Jóhannsson Telur þingmenn þurfa að lesa byggðaáætlunina sem þeir samþykktu á síðasta þingi.Að sögn Sigurðar hófst skoðun strax síðastliðið sumar innan hans ráðuneytis á því hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að færa frá höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina. Þegar menn höfðu kannað þetta mál gaumgæfilega og velt fyrir sér öllum hugmyndum varð niðurstaðan sú að Fiskistofa væri færasti kosturinn vegna eðlis starfsemi stofnunarinnar. 80 prósent starfsemi sjávarútvegsins fara fram á landsbyggðinni. Sigurður vildi þó árétta að eftir sem áður yrðu starfstöðvar Fiskistofu vítt og breitt um landið. „Reykjavíkurhöfn er stærsta útgerðarhöfn landsins og því verður öflugt starf Fiskistofu ennþá á höfuðborgarsvæðinu, það segir sig sjálft,“ segir hann. Þegar Sigurður var spurður að því hversu mörg störf þetta séu sem verði færð frá Hafnarfirði til Akureyrar gat hann ekki sagt nákvæmlega til um það. „Við höfum verið að skoða það, að þetta verði á bilinu 30 til 35 störf. 40 störf yrðu algjört hámark að okkar mati.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38