Fótbolti

Fréttamaður Sky Sports: Árangur Íslands hefur komið mér á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Cotterill, fréttamaður Sky Sports, segir að vináttulandsleikur Íslands gegn Belgíu í kvöld verði áhugaverð viðureign.

„Skyndilega eru allir meðvitaðir um Ísland eftir sigurinn á Hollandi og stöðu liðsins í undankeppni EM,“ sagði hann í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„En þetta er áhugaverður leikur fyrir Belga líka. Þeir þurftu sterkan andstæðing til að undirbúa liðið sitt fyrir leikinn gegn Wales á sunnudag,“ bætti hann við en í þeirri viðureign verður toppsæti B-riðils í húfi.

Hann segir að Sky Sports fylgist reglulega með gengi belgíska landsliðsins. „Aðallega vegna þess að margir í landsliði Belga leika með liðum í ensku úrvalsdeildinni. En það verður einnig áhugavert að fylgjast með íslenska liðinu.“

Cotterill segir að gengi Íslands í haust hafi komið honum á óvart. „Ég kom til Íslands fyrir þremur árum til að sjá U-21 liðið spila gegn Englandi. Þá var lítið sem benti til þess að þetta væri í vændum.“


Tengdar fréttir

Alfreð: Moyes örugglega góður kostur

Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær.

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel

Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.

Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu

Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik

Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.

Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×