Fótbolti

Dembele: Læt Gylfa finna fyrir mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Moussa Dembele, leikmaður belgíska landsliðsins og Tottenham, á von á erfiðum leik gegn Íslandi í vináttuleik þjóðanna hér í Brussel annað kvöld.

„Við viljum vinna, auðvitað. Það verður ekki auðvelt en við verðum á heimavelli og sjálfstraustið í liðinu er gott,“ sagði hann við Vísi í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Ísland er enn ósigrað í undankeppni EM 2016 og hann segir að honum hafi þótt mikið til koma hversu góðum árangri liðið hefur náð.

„Ég þekki [Gylfa Þór] Sigurðsson og [Aron Einar] Gunnarsson persónulega og veit hversu góðir leikmenn þeir eru. Það eru margir góðir leikmenn í liðinu eins og úrslitin hafa sýnt.“

Hann segir að það hafi verið leitt að sjá eftir Gylfa Þór Sigurðssyni sem fór frá Tottenham í sumar og gekk í raðir Swansea, þar sem hann hefur blómstrað.

„Hann er mjög góður leikmaður eins og hann hefur nú sannað,“ sagði Dembele sem játti því að hann ætlaði að láta Gylfa finna fyrir því. „Já, ég ætla að gera það,“ sagði hann og brosti.


Tengdar fréttir

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel

Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×