Alfreð: Moyes örugglega góður kostur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. „Ég veit ekkert meira um málið,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins í Brussel í gær en seint í gærkvöldi var það svo staðfest að Moyes myndi taka við liðinu, líkt og lesa má um hér. „Ég veit bara að það voru viðræður við þjálfara í gangi um helgina en ég var ekki búinn að heyra neitt staðfest.“ Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi að Moyes myndi ekki taka við liðinu en það átti enn eftir að fá það staðfest. „Ég held að það sé best að tjá mig sem minnst um mögulega þjálfara,“ sagði Alfreð spurður um Moyes. „En hann hefur þjálfað hjá góðum liðum og væri örugglega góður kostur.“ Real Sociedad vann afar óvæntan sigur á Spánarmeisturum Atletico Madrid í gær, 2-1, en Alfreð kom þó ekkert við sögu. Það var aðeins annar sigur liðsins en hinn kom gegn Evrópumeisturum Real Madrid. „Það er mjög undarlegt að vinna Real og Atletico en tapa fyrir liðum sem eru nýkomin upp. Okkur hefur gengið illa að stjórna leikjum og sóknarleikurinn hefur ekki verið góður,“ segir Alfreð og bætti við að sigurinn í gær, sem lyfti Real Sociedad úr fallsæti, hafi létt á pressunni á liðinu. Hann hafi einnig sýnt að líklega var þjálfaraskiptanna þörf. „Þetta kveikti aðeins í hópnum í gær en tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Alfreð sem hefur ekki áhyggjur af því að hann hafi lítið fengið að spila í upphafi tímabilsins. „Ég vil auðvitað spila sem mest en þetta er mitt fyrsta tímabil og bara rétt að byrja. Ég hef því ekki áhyggjur – ég mun fá mín tækifæri og þá vil ég sýna og sanna að ég eigi heima í byrjunarliðinu.“- EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. „Ég veit ekkert meira um málið,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins í Brussel í gær en seint í gærkvöldi var það svo staðfest að Moyes myndi taka við liðinu, líkt og lesa má um hér. „Ég veit bara að það voru viðræður við þjálfara í gangi um helgina en ég var ekki búinn að heyra neitt staðfest.“ Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi að Moyes myndi ekki taka við liðinu en það átti enn eftir að fá það staðfest. „Ég held að það sé best að tjá mig sem minnst um mögulega þjálfara,“ sagði Alfreð spurður um Moyes. „En hann hefur þjálfað hjá góðum liðum og væri örugglega góður kostur.“ Real Sociedad vann afar óvæntan sigur á Spánarmeisturum Atletico Madrid í gær, 2-1, en Alfreð kom þó ekkert við sögu. Það var aðeins annar sigur liðsins en hinn kom gegn Evrópumeisturum Real Madrid. „Það er mjög undarlegt að vinna Real og Atletico en tapa fyrir liðum sem eru nýkomin upp. Okkur hefur gengið illa að stjórna leikjum og sóknarleikurinn hefur ekki verið góður,“ segir Alfreð og bætti við að sigurinn í gær, sem lyfti Real Sociedad úr fallsæti, hafi létt á pressunni á liðinu. Hann hafi einnig sýnt að líklega var þjálfaraskiptanna þörf. „Þetta kveikti aðeins í hópnum í gær en tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Alfreð sem hefur ekki áhyggjur af því að hann hafi lítið fengið að spila í upphafi tímabilsins. „Ég vil auðvitað spila sem mest en þetta er mitt fyrsta tímabil og bara rétt að byrja. Ég hef því ekki áhyggjur – ég mun fá mín tækifæri og þá vil ég sýna og sanna að ég eigi heima í byrjunarliðinu.“-
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira