Erlent

Átök hefjast í Kobane að nýju

Bjarki Ármannsson skrifar
Átökin í Kobane.
Átökin í Kobane. Vísir/AFP
Átök eru hafin á ný í sýrlenska bænum Kobane eftir um tveggja daga hlé. Talið var að varnarlið Kúrda hefði unnið bug á sókn liðsmanna Íslamska ríkisins, sem vilja ná landamærabænum á sitt vald.

BBC greinir frá. Bandaríkjaher segist hafa gert sex loftárásir á svæðið í kringum Kobane í dag og í gær. Fyrr í dag var greint frá því að tyrknesk stjórnvöld hafa heimilað írökskum Kúrdum að fara um Tyrkland og yfir sýrlensku landamærin til að leggja baráttunni lið gegn liðsmönnum.


Tengdar fréttir

Kúrdar vonast eftir frelsi

Miklir bardagar hafa geisað í Kobane undanfarnar vikur og talið er að um 600 manns hafi látið lífið.

Tyrkir leyfa Bandaríkjamönnum að nota flugvelli sína

Tyrkir hafa ákveðið að leyfa Bandaríkjamönnum að nota herflugvelli sína í baráttunni við ISIS samtökin í Sýrlandi. Tyrkir, sem eru í NATÓ, höfðu hingað til bannað Bandaríkjamönnum og þeim arabaþjóðum sem taka þátt í loftárásum á samtökin í Sýrlandi að nota flugvellina nema fyrir flutninga á hjálpargögnum.

Heimila Írökum að aðstoða Kúrda í Kobane

Tyrknesk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila för írakskra Kúrda yfir sýrlensku landamærin til að leggja baráttunni gegn liðsmönnum ISIS í borginni Kobane lið.

Hertar árásir á Isis

Bandaríkjamenn og arabískir bandamenn þeirra hafa sett aukinn kraft í loftárásir sínar á meðlimi hins Íslamska ríkis í Sýrlandi sem þjarma nú að borginni Kobane við tyrknesku landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×