Erlent

Tyrkir leyfa Bandaríkjamönnum að nota flugvelli sína

Fjögur hundruð manns hið minnsta hafa látist í átökunum um Kobane síðastliðnar þrjár vikur.
Fjögur hundruð manns hið minnsta hafa látist í átökunum um Kobane síðastliðnar þrjár vikur. Vísir/AFP
Tyrkir hafa ákveðið að leyfa Bandaríkjamönnum að nota herflugvelli sína í baráttunni við ISIS samtökin í Sýrlandi. Tyrkir, sem eru í NATÓ, höfðu hingað til bannað Bandaríkjamönnum og þeim arabaþjóðum sem taka þátt í loftárásum á samtökin í Sýrlandi að nota flugvellina nema fyrir flutninga á hjálpargögnum.

Nú geisa harðir bardagar um borgina Kobane, sem er rétt við tyrknesku landamærin og hefur þrýstingur aukist mjög á Tyrki um að þeir leggi baráttunni lið. Þeir hafa þó útilokað að þeir ráðist að ISIS mönnum á jörðu niðri, þótt þeir séu með mikinn liðsöfnuð við landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×