Erlent

Kúrdar vonast eftir frelsi

Bandarískar loftárásir hafa hjálpað Kúrdum við að losna við íslamska öfgamenn frá kobane.
Bandarískar loftárásir hafa hjálpað Kúrdum við að losna við íslamska öfgamenn frá kobane. vísir/afp
Talsverður hópur íslamskra öfgamanna, sem kenna sig við Íslamska ríkið, hefur hörfað að undanförnu úr sýrlenska bænum Kobane. Bærinn er við landamæri Tyrklands.

Bahrain Kandal, sem stýrir aðgerðum Kúrda á svæðinu sagði í samtali við BBC að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu átt sinn þátt í að hrekja íslömsku öfgamennina á brott og lýsti yfir þeirri von að bærinn losnaði undan valdi Íslamska ríkisins á næstunni.

Miklir bardagar hafa geisað í Kobane undanfarnar vikur og talið er að um 600 manns hafi látið lífið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×