Erlent

Segjast ætla að reka IS úr Kobane á næstu dögum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mánuður er síðan IS hóf árásina gegn Kobane.
Mánuður er síðan IS hóf árásina gegn Kobane. Vísir/AFP
Háttsettur foringi Kúrda í sýrlensku borginni Kobane segir að vígamenn Íslamska ríkisins verði reknir úr borginni á næstu dögum. Þegar hafi Kúrdar náð undirtökum í flestum hverfum borgarinnar, en loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa mikið hjálpað til.

BBC segir að 14 loftárásir hafi verið gerðar síðasta sólarhringinn. Bahrain Kandal, foringi Kúrda, sagði að sveitir Kúrda hafi fengið vopn og liðsauka nýverið, en hún vildi ekki segja hvernig.

Enn eru bardagar víða í borginni og við hana og sérstaklega á hæð nærri Kobane. Mánuður er síðan árás Íslamska ríkisins hófst.

Yfirmaður mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti IS í dag sem andstæðu mannréttinda.

Hér á neðan má sjá hvar loftárásir hafi verið gerðar gegn IS í Sýrlandi og Írak að undanförnu.

Vísir/GraphicNews
...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×