Erlent

Kúrdar ná aftur hernaðarlega mikilvægri hæð í Kobane

Atli Ísleifsson skrifar
IS-liðar hafa setið um borgina Kobane í rúman mánuð.
IS-liðar hafa setið um borgina Kobane í rúman mánuð. Vísir/AFP
Hersveitir Kúrda hafa náð hernaðarlega mikilvægri hæð vestur af borginni Kobane aftur á sitt vald. IS-liðar náðu hæðinni fyrir um tíu dögum síðan, en sýrlenska borgin Kobane liggur að landamærum Tyrklands.

Í frétt BBC kemur fram að Kúrdar hafi náð hæðinni Tall Shair eftir röð loftárása Bandaríkjahers og bandamanna þeirra. Liðsmenn IS hafa setið um borgina Kobane í rúman mánuð og náð stórum hlutum hennar á sitt vald.

Barack Obama Bandaríkjaforseti mun funda með yfirmönnum herja rúmlega tuttugu ríkja í bandarísku höfuðborginni Washington síðar í dag um næstu skref í baráttunni gegn vígasveitum IS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×