Erlent

Hertar árásir á Isis

Fjögur hundruð manns hið minnsta hafa látist í átökunum um Kobane síðastliðnar þrjár vikur.
Fjögur hundruð manns hið minnsta hafa látist í átökunum um Kobane síðastliðnar þrjár vikur. Vísir/AFP
Bandaríkjamenn og arabískir bandamenn þeirra hafa sett aukinn kraft í loftárásir sínar á meðlimi hins Íslamska ríkis í Sýrlandi sem þjarma nú að borginni Kobane við tyrknesku landamærin.

Rúmlega tuttugu árásir hafa verið gerðar síðustu daga og segja Bandaríkjamenn að tekist hafi að hægja á framgangi vígamannanna en um tíma leit út fyrir að árásirnar væru að gera lítið sem ekkert gagn.

Obama sagðist á fundi í gær, sem haldinn var með þeim tuttugu og tveimur þjóðum sem hafa lofað að leggja baráttunni við Isis lið, búast við að herförin gegn Isis muni taka langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×