Flóttinn úr Safamýri: „Það er enginn skjálfti í okkur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. október 2014 17:45 Arnþór Ari Atlason, Hafsteinn Briem, Jóhannes Karl Guðjónsson og Guðmundur Magnússon hafa allir yfirgefið Fram. vísir/samsett Fjórði leikmaðurinn sem spilaði með Fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar yfirgaf félagið í dag þegar Hafsteinn Briem rifti samningi sínum við Safamýrarfélagið. Áður höfðu Arnþór Ari Atlason, GuðmundurMagnússon og Jóhannes Karl Guðjónsson rift samningum sínum. Að sögn SverrisEinarssonar, formanns knattspyrnudeildar Fram, var um samkomulag að ræða í tilviki Jóhannesar en hinir þrír nýttu sér uppsagnarákvæði í samningum sínum og riftu einhliða. „Þetta eru allt strákar sem ég hefði meira og minna viljað hafa áfram. Það er bara svoleiðis. Ég virði samt ákvarðarnir hvers og eins - þessir drengir verða að taka ákvarðarnir sjálfir. Maður ræður ekkert hvað þeir gera þó ég hefði viljað hafa þetta öðruvísi. Ég gerði þetta öðruvísi þegar ég var sjálfur leikmaður,“ segir Sverrir við Vísi. Framarar fóru í mikla uppbyggingu síðasta vetur og sóttu haug af ungum leikmönnum sem áttu að fá tækifæri að spila í deild þeirra bestu. Fall var niðurstaðan og nú virðast leikmennirnir ansi fljótir að fara. „Það var alveg rætt um að falla væri möguleiki og þess vegna var þetta inn í mörgum samningunum. Ég er ekkert að álása strákunum. Þeir gera bara það sem er best fyrir þá sjálfa. Jói Kalli er náttúrlega kominn á aldur og hinir strákarnir vilja líklega spila áfram í efstu deild. Það er samt ekkert loku fyrir það skotið að samið verði við þá aftur,“ segir Sverrir.Sverrir Einarsson fyrir miðju með Guðjónsson-bræðrum á góðri stundu.vísir/valliFramarar viku ekki frá stefnu sinni um mitt sumar þegar félagaskiptaglugginn opnaði þó liðið væri í miklum vandræðum. Strákarnir fengu að spila og segir Sverrir að menn þurfi að hugsa hvar bestu möguleikarnir eru. „Ég sé alveg fyrir mér að strákar sem komast ekki að annars staðar hafi samband. Við ætlum okkur að vera trúir okkar stefnu og menn mega ekkert fara úr öskunni í eldinn. Menn þurfa að vita hvar bestu möguleikarnir eru,“ segir hann. „Þegar félagaskiptaglugginn opnaði fórum við ekki á taugum heldum héldum okkar striki og sögðu strákunum að þeir fengju að spila og það gerðu þeir,“ segir Sverrir sem hefur ekki áhyggjur af stöðu mála. „Það er enginn skjálfti í okkur. Fram hefur fallið áður og það hafa orðið breytingar á leikmannamálum. Það verða ellefu leikmenn í Fram-liðinu þegar 1. deildin hefst næsta sumar.“ „Við verðum bara slakir þar til við erum búnir að klára öll okkar mál og þjálfaramál eru komin á hreint. Við höfum verið í viðræðum við Bjarna, en hann er að skoða sín mál og við okkar mál.“ Framarar hafa mikinn áhuga á að nýta þetta tækifæri og færa sig alfarið upp í Úlfarsárdal og spila á gervigrasvelli sínum þar í 1. deildinni að ári. „Við höfum fullan hug á því, en það eru einhverjar lágmarkskröfur sem við þurfum að mæta. Við erum alltaf að spila risastórum velli sem virkar alltaf hálftómur og hvetur mótherja okkar að því virðist meira en okkar stráka,“ segir Sverrir, en innan félagsins eru menn nú þegar farnir að ræða þetta alvarlega. „Þarna er fólkið okkar og hverfið okkar. Framtíðin er í Úlfarsárdalnum. Við erum gestir á okkar eigin velli núna þannig við viljum skoða þetta mjög vel í vetur.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes Karl farinn frá Fram Aðilar komust að samkomulagi um riftun samningsins í gær. 15. október 2014 11:24 Arnþór Ari á leið frá Fram Hefur verið orðaður við fjölda liða í Pepsi-deild karla. 13. október 2014 15:12 Jóhannes Karl vill spila í efstu deild Ætlar sér út í þjálfun en vill taka allavega eitt tímabil til viðbótar á meðal þeirra bestu. 10. október 2014 15:01 Guðmundur Steinn: Enginn hringt nema þú Sóknarmaður Fram ætlar ekki að taka neinar ákvarðanir um næsta tímabil strax. 9. október 2014 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Fjórði leikmaðurinn sem spilaði með Fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar yfirgaf félagið í dag þegar Hafsteinn Briem rifti samningi sínum við Safamýrarfélagið. Áður höfðu Arnþór Ari Atlason, GuðmundurMagnússon og Jóhannes Karl Guðjónsson rift samningum sínum. Að sögn SverrisEinarssonar, formanns knattspyrnudeildar Fram, var um samkomulag að ræða í tilviki Jóhannesar en hinir þrír nýttu sér uppsagnarákvæði í samningum sínum og riftu einhliða. „Þetta eru allt strákar sem ég hefði meira og minna viljað hafa áfram. Það er bara svoleiðis. Ég virði samt ákvarðarnir hvers og eins - þessir drengir verða að taka ákvarðarnir sjálfir. Maður ræður ekkert hvað þeir gera þó ég hefði viljað hafa þetta öðruvísi. Ég gerði þetta öðruvísi þegar ég var sjálfur leikmaður,“ segir Sverrir við Vísi. Framarar fóru í mikla uppbyggingu síðasta vetur og sóttu haug af ungum leikmönnum sem áttu að fá tækifæri að spila í deild þeirra bestu. Fall var niðurstaðan og nú virðast leikmennirnir ansi fljótir að fara. „Það var alveg rætt um að falla væri möguleiki og þess vegna var þetta inn í mörgum samningunum. Ég er ekkert að álása strákunum. Þeir gera bara það sem er best fyrir þá sjálfa. Jói Kalli er náttúrlega kominn á aldur og hinir strákarnir vilja líklega spila áfram í efstu deild. Það er samt ekkert loku fyrir það skotið að samið verði við þá aftur,“ segir Sverrir.Sverrir Einarsson fyrir miðju með Guðjónsson-bræðrum á góðri stundu.vísir/valliFramarar viku ekki frá stefnu sinni um mitt sumar þegar félagaskiptaglugginn opnaði þó liðið væri í miklum vandræðum. Strákarnir fengu að spila og segir Sverrir að menn þurfi að hugsa hvar bestu möguleikarnir eru. „Ég sé alveg fyrir mér að strákar sem komast ekki að annars staðar hafi samband. Við ætlum okkur að vera trúir okkar stefnu og menn mega ekkert fara úr öskunni í eldinn. Menn þurfa að vita hvar bestu möguleikarnir eru,“ segir hann. „Þegar félagaskiptaglugginn opnaði fórum við ekki á taugum heldum héldum okkar striki og sögðu strákunum að þeir fengju að spila og það gerðu þeir,“ segir Sverrir sem hefur ekki áhyggjur af stöðu mála. „Það er enginn skjálfti í okkur. Fram hefur fallið áður og það hafa orðið breytingar á leikmannamálum. Það verða ellefu leikmenn í Fram-liðinu þegar 1. deildin hefst næsta sumar.“ „Við verðum bara slakir þar til við erum búnir að klára öll okkar mál og þjálfaramál eru komin á hreint. Við höfum verið í viðræðum við Bjarna, en hann er að skoða sín mál og við okkar mál.“ Framarar hafa mikinn áhuga á að nýta þetta tækifæri og færa sig alfarið upp í Úlfarsárdal og spila á gervigrasvelli sínum þar í 1. deildinni að ári. „Við höfum fullan hug á því, en það eru einhverjar lágmarkskröfur sem við þurfum að mæta. Við erum alltaf að spila risastórum velli sem virkar alltaf hálftómur og hvetur mótherja okkar að því virðist meira en okkar stráka,“ segir Sverrir, en innan félagsins eru menn nú þegar farnir að ræða þetta alvarlega. „Þarna er fólkið okkar og hverfið okkar. Framtíðin er í Úlfarsárdalnum. Við erum gestir á okkar eigin velli núna þannig við viljum skoða þetta mjög vel í vetur.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes Karl farinn frá Fram Aðilar komust að samkomulagi um riftun samningsins í gær. 15. október 2014 11:24 Arnþór Ari á leið frá Fram Hefur verið orðaður við fjölda liða í Pepsi-deild karla. 13. október 2014 15:12 Jóhannes Karl vill spila í efstu deild Ætlar sér út í þjálfun en vill taka allavega eitt tímabil til viðbótar á meðal þeirra bestu. 10. október 2014 15:01 Guðmundur Steinn: Enginn hringt nema þú Sóknarmaður Fram ætlar ekki að taka neinar ákvarðanir um næsta tímabil strax. 9. október 2014 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Jóhannes Karl farinn frá Fram Aðilar komust að samkomulagi um riftun samningsins í gær. 15. október 2014 11:24
Arnþór Ari á leið frá Fram Hefur verið orðaður við fjölda liða í Pepsi-deild karla. 13. október 2014 15:12
Jóhannes Karl vill spila í efstu deild Ætlar sér út í þjálfun en vill taka allavega eitt tímabil til viðbótar á meðal þeirra bestu. 10. október 2014 15:01
Guðmundur Steinn: Enginn hringt nema þú Sóknarmaður Fram ætlar ekki að taka neinar ákvarðanir um næsta tímabil strax. 9. október 2014 13:00