Erlent

Útgönguspár benda til að stjórnartíð Reinfeldts sé á enda

visir/getty
Rauðgrænu flokkarnir virðast hafa borið sigur úr býtum í sænsku þingkosningunum samkvæmt útgönguspám Sænska ríkissjónvarpsins. Kjörstöðum lokaði nú klukkan 18.

Rauðgrænu flokkarnir fá samtals 44,8 prósenta fylgi en borgaralegu ríkisstjórnarflokkarnir 39,7 prósent.

Svíþjóðardemókratar rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, fá 10,5 prósent fylgi. Útgönguspáin gerir jafnframt ráð fyrir að Femínískt frumkvæði fái 4,0 prósent fylgi og kæmi því mönnum á þing.Moderaterna, flokkur Fredrik Reinfeldts forsætisráðherra, mælist með um 22 prósent fylgi og missir því átta prósent frá síðustu kosningum.

Ljóst er að gangi þessi spá eftir muni ný ríkisstjórn taka við í Svíþjóð, en borgaralegu flokkarnir hafa verið við völd síðustu átta ár. Spenna ríkir hvort fylgi flokksins Femínískt frumkvæði muni fara yfir 4 prósenta þröskuldinn og nái þar með mönnum á þing.

Útgönguspá sænska ríkisútvarpsins (birt þegar kjörstöðum var lokað kl. 18):

Rauðgrænu flokkarnir:

Vinstriflokkurinn 6,6 prósent

Jafnaðarmannaflokkurinn 31,1 prósent

Umhverfisflokkurinn 7,1 prósent.

Borgaralegu flokkarnir:

Miðflokkurinn 6,5 prósent

Þjóðarflokkurinn 6,0 prósent

Kristilegir demókratar 5,0 prósent

Moderaterna 22,2 prósent

Utan bandalaga:

Svíþjóðardemókratar 10,5 prósent

Feminískt frumkvæði 4,0 prósent

Aðrir flokkar 1,0 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×