Kosningarnar í Svíþjóð: Heldur dapurlegur sigur Löfvens Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. september 2014 22:15 Stefan Löfven Það kemur í hlut leiðtoga jafnaðarmanna að reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar. visir/AP Stærsta sigurinn í þingkosningunum í Svíþjóð unnu hægri þjóðernissinnarnir í flokki Svíþjóðardemókrata. Þeir eru komnir upp í rúmlega 10 prósent atkvæða og þar með orðnir þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Svíþjóðardemókratarnir hafa því náð að bæta við sig nærri fimm prósentum með því að höfða til ótta almennings við útlendinga. Enginn hinna flokkanna hefur samt minnsta áhuga á að fá þá í stjórnarsamstarf með sér, þannig að þessi sigur hefur fyrst og fremst þau áhrif að torvelda öðrum flokkum að mynda meirihlutastjórn. Kosningavaka flokksins í Malmö var haldin í húsnæði KFUM í kvöld, en formaður KFUM frétti ekki af því fyrr en um kvöldið og brást við með því að taka rafmagnið af húsinu og kveikja á brunabjöllum. Félagar flokksins héldu engu að síður áfram með fundinn, í myrkri og hávaða, en hleyptu ekki blaðamönnum inn.segir af sér Fredrik Reinfeldt sagði af sér í gærkvöld, bæði sem forsætisráðherra og leiðtogi flokks sins. nordicphotos/AFPHægri stjórn Fredriks Reinfelds beið afhroð í kosningunum, Reinfeldt sagði í kvöld af sér, bæði sem forsætisráðherra og leiðtogi hægri flokksins. Samtals eru hægri flokkarnir fjórir með innan við 40 prósent atkvæða, og hafa þá tapað nærri tíu prósentum frá kosningunum árið 2010. Munar þar mestu um nærri 8 prósenta fylgistap Moderaterna, flokks Reinfeldts forsætisráðherra. Vinstri flokkarnir þrír vinna hins vegar engan afgerandi sigur, því þótt þeir séu komnir með nærri 45 prósent atkvæða þá eru þeir ekki að bæta við sig nema um einu prósenti samanlagt. Útgönguspár bentu til þess að flokkur femínista, Femínistafrumkvæðið, myndi í fyrsta sinn skríða yfir 4 prósenta lágmarkið og ná manni inn á þing. Það gekk þó ekki eftir. Reinfeldt hefur verið forsætisráðherra í tvö kjörtímabil, heil átta ár, og þykir hafa staðið sig býsna vel í efnahagsmálum. Ekki er því að sjá að kjósendur hafi verið að refsa honum fyrir neitt sérstakt, heldur skýrist niðurstaðan frekar skýrast af því að kjósendur séu hreinlega orðnir leiðir á honum. Annars vekur athygli hve fylgistölurnar hafa í raun lítið breyst frá kosningunum fyrir fjórum árum. Breytingar á fylgi flokkanna eru innan við tvö prósent, að undanskildum Moderaterna sem tapar nærri sjö prósentum og Svíþjóðardemókrötum sem vinna rúmlega sjö prósent. Niðurstaðan úr sænsku kosningum hlýtur meðal annars að vera harla leiðinleg fyrir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en Reinfeldt hefur verið helsti bandamaður Camerons innan Evrópusambandsins. Löfven er á hinn bóginn í góðum tengslum við Ed Miliband, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar, enda báðir sósíaldemókratar. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Stærsta sigurinn í þingkosningunum í Svíþjóð unnu hægri þjóðernissinnarnir í flokki Svíþjóðardemókrata. Þeir eru komnir upp í rúmlega 10 prósent atkvæða og þar með orðnir þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Svíþjóðardemókratarnir hafa því náð að bæta við sig nærri fimm prósentum með því að höfða til ótta almennings við útlendinga. Enginn hinna flokkanna hefur samt minnsta áhuga á að fá þá í stjórnarsamstarf með sér, þannig að þessi sigur hefur fyrst og fremst þau áhrif að torvelda öðrum flokkum að mynda meirihlutastjórn. Kosningavaka flokksins í Malmö var haldin í húsnæði KFUM í kvöld, en formaður KFUM frétti ekki af því fyrr en um kvöldið og brást við með því að taka rafmagnið af húsinu og kveikja á brunabjöllum. Félagar flokksins héldu engu að síður áfram með fundinn, í myrkri og hávaða, en hleyptu ekki blaðamönnum inn.segir af sér Fredrik Reinfeldt sagði af sér í gærkvöld, bæði sem forsætisráðherra og leiðtogi flokks sins. nordicphotos/AFPHægri stjórn Fredriks Reinfelds beið afhroð í kosningunum, Reinfeldt sagði í kvöld af sér, bæði sem forsætisráðherra og leiðtogi hægri flokksins. Samtals eru hægri flokkarnir fjórir með innan við 40 prósent atkvæða, og hafa þá tapað nærri tíu prósentum frá kosningunum árið 2010. Munar þar mestu um nærri 8 prósenta fylgistap Moderaterna, flokks Reinfeldts forsætisráðherra. Vinstri flokkarnir þrír vinna hins vegar engan afgerandi sigur, því þótt þeir séu komnir með nærri 45 prósent atkvæða þá eru þeir ekki að bæta við sig nema um einu prósenti samanlagt. Útgönguspár bentu til þess að flokkur femínista, Femínistafrumkvæðið, myndi í fyrsta sinn skríða yfir 4 prósenta lágmarkið og ná manni inn á þing. Það gekk þó ekki eftir. Reinfeldt hefur verið forsætisráðherra í tvö kjörtímabil, heil átta ár, og þykir hafa staðið sig býsna vel í efnahagsmálum. Ekki er því að sjá að kjósendur hafi verið að refsa honum fyrir neitt sérstakt, heldur skýrist niðurstaðan frekar skýrast af því að kjósendur séu hreinlega orðnir leiðir á honum. Annars vekur athygli hve fylgistölurnar hafa í raun lítið breyst frá kosningunum fyrir fjórum árum. Breytingar á fylgi flokkanna eru innan við tvö prósent, að undanskildum Moderaterna sem tapar nærri sjö prósentum og Svíþjóðardemókrötum sem vinna rúmlega sjö prósent. Niðurstaðan úr sænsku kosningum hlýtur meðal annars að vera harla leiðinleg fyrir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en Reinfeldt hefur verið helsti bandamaður Camerons innan Evrópusambandsins. Löfven er á hinn bóginn í góðum tengslum við Ed Miliband, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar, enda báðir sósíaldemókratar.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira