Erlent

Lögreglan dregur sig í hlé í Hong Kong

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vísir/AP
Þúsundir mótmælenda eru nú á strætum Hong Kong borgar og hafa þeir tekið yfir fjármálahverfi borgarinnar og neita að yfirgefa svæðið. Óeirðalögregla beitti táragasi og kylfum gegn fólkinu í gær en þrátt fyrir það héldu mótmælin áfram í nótt. Lögregla dró sig síðan í hlé í morgun þar sem friður hafði færst yfir mótmælendur.

Ástæða mótmælanna er sú ákvörðun kommúnistaflokks Kína að skipta sér af því hverjir geti boðið sig fram í kosningunum í Hong Kong árið 2017 sem Kínverjar lofuðu eftir að þeir tóku við borginni úr höndum Breta á árið 1997.


Tengdar fréttir

Klippa rasismann burt úr Línu langsokki

Sænska ríkissjónvarpið hefur ákveðið að klippa burt efni úr þáttunum um Línu langsokk sem mönnum þykir að kunni að stuða fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×