Erlent

Þúsundir mótmæltu í Hong Kong

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær. Vísir/Getty
Fjölmenn mótmæli voru í Hong Kong í gær vegna ákvörðunar kínversku ríkisstjórnarinnar um að ekki yrðu lýðræðislegar kosningar í Hong Kong árið 2017. Þetta kemur fram á vef BBC.

Hreyfing sem kallar sig Occupy Central efndi til mótmælanna en hreyfingin berst fyrir því að Hong Kong verði lýðræðisríki. Mótmælin fóru fram fyrir framan ríkisstjórnarbygginguna í miðborg Hong Kong.

Leiðtogi Occupy Central, Benny Tai, hvatti mannfjöldann til þess að sýna borgarlega óhlýðni. Hann sagði að hreyfingin stefndi að því að loka fyrir umferð inn í fjármálahverfi Hong Kong með skipulögðum mótmælum. Fyrr í mánuðinum höfðu stúdentar lýst því yfir að þeir hygðust taka þátt í aðgerðum Occupy Central og sniðganga þar af leiðandi kennslustundir í skólum.

Á föstudag var einnig mótmælt og handtók lögreglan þá hátt í 60 mótmælendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×