Erlent

Táragasi beitt gegn mótmælendum í Hong Kong

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Lögregla í Hong Kong beitti í dag táragasi eftir að til átaka kom á milli lögregluþjóna og mótmælenda í borginni í dag. Fjöldi mótmælenda hafa verið handteknir, en mótmæli hafa nú staðið yfir í viku. Mótmælin eru vegna reglna um að yfirvöld í Kína leyfi ekki lýðræðislegar kosningar í Hong Kong.

CY Leung, æðsti embættismaður Hong Kong, segir mótmælin vera ólögleg og að kosningar muni fara fram eins og áætlað væri. Yfirvöld í Kína hafa einnig sett sig gegn mótmælunum og segja yfirvöld í Hong Kong hafa fullan stuðning frá meginlandinu, samkvæmt frétt á vef BBC. Kínverjar velja frambjóðendur í kosningunum en því fyrirkomulagi er nú mótmælt.

Lögreglan beitti einnig piparúða og skaut gúmmíkúlum að þúsundum mótmælenda sem flestir eru háskólanemendur.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Hong Kong hafa 78 manns verið handtekinn í dag, auk þeirra 70 sem handtekin voru í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×