Enski boltinn

Balotelli vantar stöðugleika

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Super Mario.
Super Mario. Vísir/Getty
Hernan Crespo telur að þrátt fyrir að Mario Balotelli sé framherji í fremstu röð geti hann ekki leyst Luis Suárez af í liði Liverpool.

Balotelli sem gekk til liðs við Liverpool frá AC Milan í sumar hefur skorað 14,12 og 13 mörk á síðustu þremur tímabilum. Er það töluvert minna en Suárez sem var markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili með 31 mörk.

Crespo er hrifinn af Balotelli en telur að hann sé ekki nægilega stöðugur markaskorari og telur að AC Milan hafi gert vel með að skipta honum út fyrir Fernando Torres.

„Ef einhver heldur að hann muni skora 25 mörk þá held ég að sá aðili hafi rangt fyrir sér. Hann er ekki nægilega stöðugur, hann getur unnið leik á hvaða stund sem er en þú getur ekki treyst á hann. Torres er hinsvegar frábær framherji sem ég tel að muni standa sig vel. Ég sé margt líkt með honum og Filippo Inzaghi.“

Það verður fróðlegt að sjá Balotelli um helgina en það mun eflaust mikið mæða á honum að skora mörkin fyrir Liverpool í fjarveru Daniel Sturridge sem meiddist á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×