Hallur Hallsson hellti sér yfir þjálfara Vals Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. september 2014 13:45 Hallur var ekki sáttur við Magnús og lét hann fá það óþvegið. „Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær. Sótt var að honum bæði í hálfleik og eftir leik síns liðs gegn Víkingi. Valsmenn voru sakaðir um að hafa viljandi sparkað Víkinginn Aron Elís Þrándarson úr leiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Þetta var alveg ótrúlegt enda hef ég fengið milljón símtöl í morgun þar sem menn eru nánast hlæjandi." Mikill hiti var í mönnum á Víkingsvellinum í gær enda mikið undir. Sótt var að Magnúsi strax í leikhléi. „Forráðamenn Víkings komu með dónaskap og látum bæði í leikhléi og eftir leik. Ég var bara að taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir leikinn enda þekki ég þessa menn. Þá komu bara svívirðingar og rugl. Einn af þeim hringdi í morgun og baðst ekki beint afsökunar. Hann gaf þó í skyn að þetta væri ekki neitt eftir að þeir hefðu séð þetta aftur. Þetta væri bara stormur í vatnsglasi. Þeir sögðust ekkert vera fúlir og svona," segir Magnús en hvað sögðu forráðamenn Víkings við hann? „Þeir sögðu að hitt og þetta væri til skammar. Það væri svívirðilegt hvernig ég hefði lagt upp leikinn og svona kjaftæði. Ég þakkaði þeim fyrir leikinn, hristi hausinn og labbaði í burtu."Aron Elís Þrándarson.vísir/GVAÞað voru ekki eingöngu forráðamenn Víkings sem létu Magnús heyra það því hvalavinurinn og Víkingurinn Hallur Hallsson var heldur ekki sáttur við þjálfarann. „Hann kom bæði í hálfleik og eftir leik. Hann rauk í mig með þvílíkum látum. Hann svoleiðis hraunaði yfir mig. Ég horfði á manninn í forundran og rölti svo inn í klefa. Ég vissi ekki hvað væri í gangi. Svo gerist það aftur eftir leik þegar ég er búinn með viðtölin." Magnús segist hafa rætt málið við sína menn inn í klefa og þeir hafi ekkert skilið í þessum ásökunum. „Ég held það hafi spunnist upp einhver múgæsing í blaðamannastúkunni. Þeir fóru að twitta út um allt. Ég veit ekki hvað þetta var." Þjálfaranum þykir miður að hann og hans lið hafi verið sakað um óþverraskap. „Það var ekki lagt upp með að meiða strákinn. Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst og ég vona að hann jafni sig sem allra fyrst. Ég talaði við pabba hans og hafði áhyggjur af honum. Vonandi sjáum hann sem fyrst aftur á vellinum." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
„Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær. Sótt var að honum bæði í hálfleik og eftir leik síns liðs gegn Víkingi. Valsmenn voru sakaðir um að hafa viljandi sparkað Víkinginn Aron Elís Þrándarson úr leiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Þetta var alveg ótrúlegt enda hef ég fengið milljón símtöl í morgun þar sem menn eru nánast hlæjandi." Mikill hiti var í mönnum á Víkingsvellinum í gær enda mikið undir. Sótt var að Magnúsi strax í leikhléi. „Forráðamenn Víkings komu með dónaskap og látum bæði í leikhléi og eftir leik. Ég var bara að taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir leikinn enda þekki ég þessa menn. Þá komu bara svívirðingar og rugl. Einn af þeim hringdi í morgun og baðst ekki beint afsökunar. Hann gaf þó í skyn að þetta væri ekki neitt eftir að þeir hefðu séð þetta aftur. Þetta væri bara stormur í vatnsglasi. Þeir sögðust ekkert vera fúlir og svona," segir Magnús en hvað sögðu forráðamenn Víkings við hann? „Þeir sögðu að hitt og þetta væri til skammar. Það væri svívirðilegt hvernig ég hefði lagt upp leikinn og svona kjaftæði. Ég þakkaði þeim fyrir leikinn, hristi hausinn og labbaði í burtu."Aron Elís Þrándarson.vísir/GVAÞað voru ekki eingöngu forráðamenn Víkings sem létu Magnús heyra það því hvalavinurinn og Víkingurinn Hallur Hallsson var heldur ekki sáttur við þjálfarann. „Hann kom bæði í hálfleik og eftir leik. Hann rauk í mig með þvílíkum látum. Hann svoleiðis hraunaði yfir mig. Ég horfði á manninn í forundran og rölti svo inn í klefa. Ég vissi ekki hvað væri í gangi. Svo gerist það aftur eftir leik þegar ég er búinn með viðtölin." Magnús segist hafa rætt málið við sína menn inn í klefa og þeir hafi ekkert skilið í þessum ásökunum. „Ég held það hafi spunnist upp einhver múgæsing í blaðamannastúkunni. Þeir fóru að twitta út um allt. Ég veit ekki hvað þetta var." Þjálfaranum þykir miður að hann og hans lið hafi verið sakað um óþverraskap. „Það var ekki lagt upp með að meiða strákinn. Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst og ég vona að hann jafni sig sem allra fyrst. Ég talaði við pabba hans og hafði áhyggjur af honum. Vonandi sjáum hann sem fyrst aftur á vellinum."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30
Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01
Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09