Hallur Hallsson hellti sér yfir þjálfara Vals Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. september 2014 13:45 Hallur var ekki sáttur við Magnús og lét hann fá það óþvegið. „Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær. Sótt var að honum bæði í hálfleik og eftir leik síns liðs gegn Víkingi. Valsmenn voru sakaðir um að hafa viljandi sparkað Víkinginn Aron Elís Þrándarson úr leiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Þetta var alveg ótrúlegt enda hef ég fengið milljón símtöl í morgun þar sem menn eru nánast hlæjandi." Mikill hiti var í mönnum á Víkingsvellinum í gær enda mikið undir. Sótt var að Magnúsi strax í leikhléi. „Forráðamenn Víkings komu með dónaskap og látum bæði í leikhléi og eftir leik. Ég var bara að taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir leikinn enda þekki ég þessa menn. Þá komu bara svívirðingar og rugl. Einn af þeim hringdi í morgun og baðst ekki beint afsökunar. Hann gaf þó í skyn að þetta væri ekki neitt eftir að þeir hefðu séð þetta aftur. Þetta væri bara stormur í vatnsglasi. Þeir sögðust ekkert vera fúlir og svona," segir Magnús en hvað sögðu forráðamenn Víkings við hann? „Þeir sögðu að hitt og þetta væri til skammar. Það væri svívirðilegt hvernig ég hefði lagt upp leikinn og svona kjaftæði. Ég þakkaði þeim fyrir leikinn, hristi hausinn og labbaði í burtu."Aron Elís Þrándarson.vísir/GVAÞað voru ekki eingöngu forráðamenn Víkings sem létu Magnús heyra það því hvalavinurinn og Víkingurinn Hallur Hallsson var heldur ekki sáttur við þjálfarann. „Hann kom bæði í hálfleik og eftir leik. Hann rauk í mig með þvílíkum látum. Hann svoleiðis hraunaði yfir mig. Ég horfði á manninn í forundran og rölti svo inn í klefa. Ég vissi ekki hvað væri í gangi. Svo gerist það aftur eftir leik þegar ég er búinn með viðtölin." Magnús segist hafa rætt málið við sína menn inn í klefa og þeir hafi ekkert skilið í þessum ásökunum. „Ég held það hafi spunnist upp einhver múgæsing í blaðamannastúkunni. Þeir fóru að twitta út um allt. Ég veit ekki hvað þetta var." Þjálfaranum þykir miður að hann og hans lið hafi verið sakað um óþverraskap. „Það var ekki lagt upp með að meiða strákinn. Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst og ég vona að hann jafni sig sem allra fyrst. Ég talaði við pabba hans og hafði áhyggjur af honum. Vonandi sjáum hann sem fyrst aftur á vellinum." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær. Sótt var að honum bæði í hálfleik og eftir leik síns liðs gegn Víkingi. Valsmenn voru sakaðir um að hafa viljandi sparkað Víkinginn Aron Elís Þrándarson úr leiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Þetta var alveg ótrúlegt enda hef ég fengið milljón símtöl í morgun þar sem menn eru nánast hlæjandi." Mikill hiti var í mönnum á Víkingsvellinum í gær enda mikið undir. Sótt var að Magnúsi strax í leikhléi. „Forráðamenn Víkings komu með dónaskap og látum bæði í leikhléi og eftir leik. Ég var bara að taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir leikinn enda þekki ég þessa menn. Þá komu bara svívirðingar og rugl. Einn af þeim hringdi í morgun og baðst ekki beint afsökunar. Hann gaf þó í skyn að þetta væri ekki neitt eftir að þeir hefðu séð þetta aftur. Þetta væri bara stormur í vatnsglasi. Þeir sögðust ekkert vera fúlir og svona," segir Magnús en hvað sögðu forráðamenn Víkings við hann? „Þeir sögðu að hitt og þetta væri til skammar. Það væri svívirðilegt hvernig ég hefði lagt upp leikinn og svona kjaftæði. Ég þakkaði þeim fyrir leikinn, hristi hausinn og labbaði í burtu."Aron Elís Þrándarson.vísir/GVAÞað voru ekki eingöngu forráðamenn Víkings sem létu Magnús heyra það því hvalavinurinn og Víkingurinn Hallur Hallsson var heldur ekki sáttur við þjálfarann. „Hann kom bæði í hálfleik og eftir leik. Hann rauk í mig með þvílíkum látum. Hann svoleiðis hraunaði yfir mig. Ég horfði á manninn í forundran og rölti svo inn í klefa. Ég vissi ekki hvað væri í gangi. Svo gerist það aftur eftir leik þegar ég er búinn með viðtölin." Magnús segist hafa rætt málið við sína menn inn í klefa og þeir hafi ekkert skilið í þessum ásökunum. „Ég held það hafi spunnist upp einhver múgæsing í blaðamannastúkunni. Þeir fóru að twitta út um allt. Ég veit ekki hvað þetta var." Þjálfaranum þykir miður að hann og hans lið hafi verið sakað um óþverraskap. „Það var ekki lagt upp með að meiða strákinn. Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst og ég vona að hann jafni sig sem allra fyrst. Ég talaði við pabba hans og hafði áhyggjur af honum. Vonandi sjáum hann sem fyrst aftur á vellinum."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30
Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01
Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09