Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Guðmundur Marinó Ingvarsson á Víkingsvelli skrifar 14. september 2014 00:01 Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti með strekkingsvind í bakið og greinilegt að upplegið var að nýta sér vindinn og sækja af krafti. Annað augljóst uppleg Vals var að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. Í hvert skipti sem Aron Elís fékk boltann var brotið á honum og skipti þá engu hvort hann væri búinn að losa sig við boltann eða ekki. Ótrúleg taktík hjá Val sem setti ákaflega leiðinlegan svip á leikinn en ekki er hægt að saka Ívar Orra Kristjánsson dómara um að hafa ekki verndað leikmanninn því hann gaf þrjú gul spjöld fyrir brot á Aroni áður en hann fór meiddur af leikvelli skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Vindurinn setti einnig sterkan svip á leikinn og var lítið um færi, sérstaklega er leið á leikinn. Helstu færi leiksins og mörkin komu í fyrri hálfleik.Pape Mamadou Faye skoraði fyrsta markið á 8. mínútu og kom Víkingi yfir. Haukur Páll Sigurðsson jafnaði metin með góðum skalla á 28. mínútu og þar við sat. Mikil harka var í leiknum í seinni hálfleik og fátt um fína drætti fyrir utan góðan endasprett Valsmanna sem sóttu mikið í lokin og fengu færi til að tryggja sér sigurinn og stimpla sig inn í baráttuna um Evrópusæti. Víkingur er enn í fjórða sæti með fimm stigum meira en Valur og á leik til góða gegn Stjörnunni á fimmtudaginn. Valur er í sætinu fyrir neðan og er eina liðið sem á raunhæfa möguleika á að taka Evrópusætið af Víkingi. Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum„Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. „Það er grín að hlusta á svona kjaftæði. Þið getið spurt Sigurð (Egil Lárusson) sem er besti vinur hans út í þetta. Ég nefndi hann ekki einu orði á fundinum. Ég hlusta ekki á svona kjaftæði. „Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum? Voru einhver gróf brot? Ég held að þú ættir að horfa aftur á leikinn,“ sagði Magnús þegar hann var spurður hvort leikmenn hafi sjálfir lagt það upp að brjóta á Aroni Elís í hvert skipti sem hann snerti boltann. „Góður leikmaður lendir í því að það sé brotið á honum. Það var ekki skipulagt upplegg. Þetta var langt því frá grófur leikur. „Valur spilar fótbolta og ef þið horfuðu á leikinn þá sáuð þið hvort liðið var að spila fótbolta. Við spiluðum mjög vel og ég er stoltur bæði af áhorfendum sem studdu okkur og að við spiluðum fótbolta í 90 mínútur og sköpuðum okkur nóg af færum til að vinna þennan leik. „Stigið gerir lítið fyrir okkur. Við hefðum verðskuldað þrjú. Við erum hættir að hugsa um Evrópusætið. Við hugsum bara um einn leik í einu. Við hefðum þurft að fá þrjú stig til að stríða Víkingunum,“ sagði Magnús að lokum. Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af„Það leit klárlega þannig út. Ég ætla ekki að saka þá um það en það þannig út og það sáu það allir sem voru á vellinum,“ sagði Ólafur Þórðarson aðspurður hvort hann teldi að upplegg Vals hafi verið að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. „Þeir fá fjölda gulra spjalda fyrir að sparka Aron út og alltaf sitt hver maðurinn. Það lítur út fyrir að hafa verið skipulagt og það endaði með því að hann lenti á spítala. „Mér fannst dómarinn alveg gera í buxurnar. Það stendur skýrum reglum í lögum KSÍ að aftan í brot eins og þeir voru að taka trekk í trekk eru rautt spjald. Ég hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af í dag. „Hann traðkar aftan á honum, í hásinina og inn í ökklann. Þetta er ljótt og hann er uppi á spítala fyrir vikið,“ sagði Ólafur um brotið þegar Iain Williamson brýtur á Aroni Elís með þeim afleiðingum að hann þarf að fara útaf. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að við lögðum mikla vinnu í þennan leik og leikmennirnir börðust eins og ljón. Ef við hefðum verið aðeins klókari þá hefðum við tekið öll stigin. „Þeir nálguðust okkur ekki í dag. Það eru níu stig í pottinum hjá þeim og fimm stig á milli okkar og við þurfum að hafa okkur alla við til að landa þessu Evrópusæti,“ sagði Ólafur að lokum.Mönnum var heitt í hamsi í Víkinni.Vísir/ErnirMagnús Gylfason var ósáttur við spurningar fjölmiðlamanna eftir leik.Vísir/ErnirÓlafur var mjög óánægður með framgöngu Valsmanna.Vísir/Ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti með strekkingsvind í bakið og greinilegt að upplegið var að nýta sér vindinn og sækja af krafti. Annað augljóst uppleg Vals var að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. Í hvert skipti sem Aron Elís fékk boltann var brotið á honum og skipti þá engu hvort hann væri búinn að losa sig við boltann eða ekki. Ótrúleg taktík hjá Val sem setti ákaflega leiðinlegan svip á leikinn en ekki er hægt að saka Ívar Orra Kristjánsson dómara um að hafa ekki verndað leikmanninn því hann gaf þrjú gul spjöld fyrir brot á Aroni áður en hann fór meiddur af leikvelli skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Vindurinn setti einnig sterkan svip á leikinn og var lítið um færi, sérstaklega er leið á leikinn. Helstu færi leiksins og mörkin komu í fyrri hálfleik.Pape Mamadou Faye skoraði fyrsta markið á 8. mínútu og kom Víkingi yfir. Haukur Páll Sigurðsson jafnaði metin með góðum skalla á 28. mínútu og þar við sat. Mikil harka var í leiknum í seinni hálfleik og fátt um fína drætti fyrir utan góðan endasprett Valsmanna sem sóttu mikið í lokin og fengu færi til að tryggja sér sigurinn og stimpla sig inn í baráttuna um Evrópusæti. Víkingur er enn í fjórða sæti með fimm stigum meira en Valur og á leik til góða gegn Stjörnunni á fimmtudaginn. Valur er í sætinu fyrir neðan og er eina liðið sem á raunhæfa möguleika á að taka Evrópusætið af Víkingi. Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum„Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. „Það er grín að hlusta á svona kjaftæði. Þið getið spurt Sigurð (Egil Lárusson) sem er besti vinur hans út í þetta. Ég nefndi hann ekki einu orði á fundinum. Ég hlusta ekki á svona kjaftæði. „Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum? Voru einhver gróf brot? Ég held að þú ættir að horfa aftur á leikinn,“ sagði Magnús þegar hann var spurður hvort leikmenn hafi sjálfir lagt það upp að brjóta á Aroni Elís í hvert skipti sem hann snerti boltann. „Góður leikmaður lendir í því að það sé brotið á honum. Það var ekki skipulagt upplegg. Þetta var langt því frá grófur leikur. „Valur spilar fótbolta og ef þið horfuðu á leikinn þá sáuð þið hvort liðið var að spila fótbolta. Við spiluðum mjög vel og ég er stoltur bæði af áhorfendum sem studdu okkur og að við spiluðum fótbolta í 90 mínútur og sköpuðum okkur nóg af færum til að vinna þennan leik. „Stigið gerir lítið fyrir okkur. Við hefðum verðskuldað þrjú. Við erum hættir að hugsa um Evrópusætið. Við hugsum bara um einn leik í einu. Við hefðum þurft að fá þrjú stig til að stríða Víkingunum,“ sagði Magnús að lokum. Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af„Það leit klárlega þannig út. Ég ætla ekki að saka þá um það en það þannig út og það sáu það allir sem voru á vellinum,“ sagði Ólafur Þórðarson aðspurður hvort hann teldi að upplegg Vals hafi verið að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. „Þeir fá fjölda gulra spjalda fyrir að sparka Aron út og alltaf sitt hver maðurinn. Það lítur út fyrir að hafa verið skipulagt og það endaði með því að hann lenti á spítala. „Mér fannst dómarinn alveg gera í buxurnar. Það stendur skýrum reglum í lögum KSÍ að aftan í brot eins og þeir voru að taka trekk í trekk eru rautt spjald. Ég hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af í dag. „Hann traðkar aftan á honum, í hásinina og inn í ökklann. Þetta er ljótt og hann er uppi á spítala fyrir vikið,“ sagði Ólafur um brotið þegar Iain Williamson brýtur á Aroni Elís með þeim afleiðingum að hann þarf að fara útaf. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að við lögðum mikla vinnu í þennan leik og leikmennirnir börðust eins og ljón. Ef við hefðum verið aðeins klókari þá hefðum við tekið öll stigin. „Þeir nálguðust okkur ekki í dag. Það eru níu stig í pottinum hjá þeim og fimm stig á milli okkar og við þurfum að hafa okkur alla við til að landa þessu Evrópusæti,“ sagði Ólafur að lokum.Mönnum var heitt í hamsi í Víkinni.Vísir/ErnirMagnús Gylfason var ósáttur við spurningar fjölmiðlamanna eftir leik.Vísir/ErnirÓlafur var mjög óánægður með framgöngu Valsmanna.Vísir/Ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira