Aron Elís: Maður verður bara að taka þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2014 18:45 Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli í gær eftir ítrekuð brot Valsmanna á Víkingnum í leik liðanna í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Miðjumaðurinn efnilegi var fluttur upp á sjúkrahús á meðan leik stóð, en Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Aron Elís heima hjá honum í dag og spurði fyrst hvernig heilsan væri. „Hún er betri en á horfðist í gær. Það er mikil bólga, en ekkert brot. Hásinin er í ágætu standi þannig maður getur ekki verið annað en bjartsýnn,“ segir Aron Elís, en hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir Víking? „Það verður að koma í ljós. Vonandi ekki. Vonandi næ ég að spila eitthvað í síðustu umferðunum.“ Mikill hiti skapaðist á samskiptamiðlum í gærkvöldi vegna framgöngu Valsmanna og þá fékk þjálfari Hlíðarendafélagsins að heyra það frá stjórnar- og stuðningsmönnum Víkings. Sjálfur er Aron Elís rólegur yfir þessu öllu saman og ber engan kala til Valsliðsins. „Nei, engan veginn. Ég ásaka þá ekki neitt um að hafa reynt að meiða mig í gær. Maður verður bara að taka þessu. Ef maður ætlar að reyna að fara framhjá mönnum býður það stundum upp á að maður verði tæklaður.“ Aron Elís stefnir í atvinnumennsku eftir tímabilið, en hann veit ekki hvert hann fer. „Það verður bara að koma í ljós eftir tímabilið. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ég reyni sem minnst pæla í því á meðan tímabilið er enn í gangi hérna heima.“ Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur tvívegis boðið í Aron á skömmum tíma og honum líst ágætlega á að byrja í Noregi. „Ég held það sé bara fínt að byrja í skandinavíu og taka ekki of stórt skref. Það hafa margir Íslendingar sem byrja þar náð lengra.“ Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli í gær eftir ítrekuð brot Valsmanna á Víkingnum í leik liðanna í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Miðjumaðurinn efnilegi var fluttur upp á sjúkrahús á meðan leik stóð, en Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Aron Elís heima hjá honum í dag og spurði fyrst hvernig heilsan væri. „Hún er betri en á horfðist í gær. Það er mikil bólga, en ekkert brot. Hásinin er í ágætu standi þannig maður getur ekki verið annað en bjartsýnn,“ segir Aron Elís, en hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir Víking? „Það verður að koma í ljós. Vonandi ekki. Vonandi næ ég að spila eitthvað í síðustu umferðunum.“ Mikill hiti skapaðist á samskiptamiðlum í gærkvöldi vegna framgöngu Valsmanna og þá fékk þjálfari Hlíðarendafélagsins að heyra það frá stjórnar- og stuðningsmönnum Víkings. Sjálfur er Aron Elís rólegur yfir þessu öllu saman og ber engan kala til Valsliðsins. „Nei, engan veginn. Ég ásaka þá ekki neitt um að hafa reynt að meiða mig í gær. Maður verður bara að taka þessu. Ef maður ætlar að reyna að fara framhjá mönnum býður það stundum upp á að maður verði tæklaður.“ Aron Elís stefnir í atvinnumennsku eftir tímabilið, en hann veit ekki hvert hann fer. „Það verður bara að koma í ljós eftir tímabilið. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ég reyni sem minnst pæla í því á meðan tímabilið er enn í gangi hérna heima.“ Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur tvívegis boðið í Aron á skömmum tíma og honum líst ágætlega á að byrja í Noregi. „Ég held það sé bara fínt að byrja í skandinavíu og taka ekki of stórt skref. Það hafa margir Íslendingar sem byrja þar náð lengra.“ Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30
Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01
Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09