Aron Elís: Maður verður bara að taka þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2014 18:45 Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli í gær eftir ítrekuð brot Valsmanna á Víkingnum í leik liðanna í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Miðjumaðurinn efnilegi var fluttur upp á sjúkrahús á meðan leik stóð, en Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Aron Elís heima hjá honum í dag og spurði fyrst hvernig heilsan væri. „Hún er betri en á horfðist í gær. Það er mikil bólga, en ekkert brot. Hásinin er í ágætu standi þannig maður getur ekki verið annað en bjartsýnn,“ segir Aron Elís, en hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir Víking? „Það verður að koma í ljós. Vonandi ekki. Vonandi næ ég að spila eitthvað í síðustu umferðunum.“ Mikill hiti skapaðist á samskiptamiðlum í gærkvöldi vegna framgöngu Valsmanna og þá fékk þjálfari Hlíðarendafélagsins að heyra það frá stjórnar- og stuðningsmönnum Víkings. Sjálfur er Aron Elís rólegur yfir þessu öllu saman og ber engan kala til Valsliðsins. „Nei, engan veginn. Ég ásaka þá ekki neitt um að hafa reynt að meiða mig í gær. Maður verður bara að taka þessu. Ef maður ætlar að reyna að fara framhjá mönnum býður það stundum upp á að maður verði tæklaður.“ Aron Elís stefnir í atvinnumennsku eftir tímabilið, en hann veit ekki hvert hann fer. „Það verður bara að koma í ljós eftir tímabilið. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ég reyni sem minnst pæla í því á meðan tímabilið er enn í gangi hérna heima.“ Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur tvívegis boðið í Aron á skömmum tíma og honum líst ágætlega á að byrja í Noregi. „Ég held það sé bara fínt að byrja í skandinavíu og taka ekki of stórt skref. Það hafa margir Íslendingar sem byrja þar náð lengra.“ Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli í gær eftir ítrekuð brot Valsmanna á Víkingnum í leik liðanna í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Miðjumaðurinn efnilegi var fluttur upp á sjúkrahús á meðan leik stóð, en Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Aron Elís heima hjá honum í dag og spurði fyrst hvernig heilsan væri. „Hún er betri en á horfðist í gær. Það er mikil bólga, en ekkert brot. Hásinin er í ágætu standi þannig maður getur ekki verið annað en bjartsýnn,“ segir Aron Elís, en hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir Víking? „Það verður að koma í ljós. Vonandi ekki. Vonandi næ ég að spila eitthvað í síðustu umferðunum.“ Mikill hiti skapaðist á samskiptamiðlum í gærkvöldi vegna framgöngu Valsmanna og þá fékk þjálfari Hlíðarendafélagsins að heyra það frá stjórnar- og stuðningsmönnum Víkings. Sjálfur er Aron Elís rólegur yfir þessu öllu saman og ber engan kala til Valsliðsins. „Nei, engan veginn. Ég ásaka þá ekki neitt um að hafa reynt að meiða mig í gær. Maður verður bara að taka þessu. Ef maður ætlar að reyna að fara framhjá mönnum býður það stundum upp á að maður verði tæklaður.“ Aron Elís stefnir í atvinnumennsku eftir tímabilið, en hann veit ekki hvert hann fer. „Það verður bara að koma í ljós eftir tímabilið. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ég reyni sem minnst pæla í því á meðan tímabilið er enn í gangi hérna heima.“ Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur tvívegis boðið í Aron á skömmum tíma og honum líst ágætlega á að byrja í Noregi. „Ég held það sé bara fínt að byrja í skandinavíu og taka ekki of stórt skref. Það hafa margir Íslendingar sem byrja þar náð lengra.“ Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30
Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01
Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09