Aron Elís: Maður verður bara að taka þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2014 18:45 Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli í gær eftir ítrekuð brot Valsmanna á Víkingnum í leik liðanna í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Miðjumaðurinn efnilegi var fluttur upp á sjúkrahús á meðan leik stóð, en Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Aron Elís heima hjá honum í dag og spurði fyrst hvernig heilsan væri. „Hún er betri en á horfðist í gær. Það er mikil bólga, en ekkert brot. Hásinin er í ágætu standi þannig maður getur ekki verið annað en bjartsýnn,“ segir Aron Elís, en hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir Víking? „Það verður að koma í ljós. Vonandi ekki. Vonandi næ ég að spila eitthvað í síðustu umferðunum.“ Mikill hiti skapaðist á samskiptamiðlum í gærkvöldi vegna framgöngu Valsmanna og þá fékk þjálfari Hlíðarendafélagsins að heyra það frá stjórnar- og stuðningsmönnum Víkings. Sjálfur er Aron Elís rólegur yfir þessu öllu saman og ber engan kala til Valsliðsins. „Nei, engan veginn. Ég ásaka þá ekki neitt um að hafa reynt að meiða mig í gær. Maður verður bara að taka þessu. Ef maður ætlar að reyna að fara framhjá mönnum býður það stundum upp á að maður verði tæklaður.“ Aron Elís stefnir í atvinnumennsku eftir tímabilið, en hann veit ekki hvert hann fer. „Það verður bara að koma í ljós eftir tímabilið. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ég reyni sem minnst pæla í því á meðan tímabilið er enn í gangi hérna heima.“ Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur tvívegis boðið í Aron á skömmum tíma og honum líst ágætlega á að byrja í Noregi. „Ég held það sé bara fínt að byrja í skandinavíu og taka ekki of stórt skref. Það hafa margir Íslendingar sem byrja þar náð lengra.“ Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Aron Elís Þrándarson fór meiddur af velli í gær eftir ítrekuð brot Valsmanna á Víkingnum í leik liðanna í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Miðjumaðurinn efnilegi var fluttur upp á sjúkrahús á meðan leik stóð, en Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Aron Elís heima hjá honum í dag og spurði fyrst hvernig heilsan væri. „Hún er betri en á horfðist í gær. Það er mikil bólga, en ekkert brot. Hásinin er í ágætu standi þannig maður getur ekki verið annað en bjartsýnn,“ segir Aron Elís, en hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir Víking? „Það verður að koma í ljós. Vonandi ekki. Vonandi næ ég að spila eitthvað í síðustu umferðunum.“ Mikill hiti skapaðist á samskiptamiðlum í gærkvöldi vegna framgöngu Valsmanna og þá fékk þjálfari Hlíðarendafélagsins að heyra það frá stjórnar- og stuðningsmönnum Víkings. Sjálfur er Aron Elís rólegur yfir þessu öllu saman og ber engan kala til Valsliðsins. „Nei, engan veginn. Ég ásaka þá ekki neitt um að hafa reynt að meiða mig í gær. Maður verður bara að taka þessu. Ef maður ætlar að reyna að fara framhjá mönnum býður það stundum upp á að maður verði tæklaður.“ Aron Elís stefnir í atvinnumennsku eftir tímabilið, en hann veit ekki hvert hann fer. „Það verður bara að koma í ljós eftir tímabilið. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ég reyni sem minnst pæla í því á meðan tímabilið er enn í gangi hérna heima.“ Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur tvívegis boðið í Aron á skömmum tíma og honum líst ágætlega á að byrja í Noregi. „Ég held það sé bara fínt að byrja í skandinavíu og taka ekki of stórt skref. Það hafa margir Íslendingar sem byrja þar náð lengra.“ Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30
Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01
Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09