Íslenski boltinn

Blikar sóttu þrjú stig á Selfoss - þrenna hjá Önnu - úrslit kvöldsins í kvennaboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fylkir vann í kvöld.
Fylkir vann í kvöld. Vísir/Daníel
Breiðablik sótti þrjú stig á Selfoss í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld og styrkti stöðu sína í baráttunni um annað sætið í deildinni.

Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoruðu mörk Blika sem hafa sjö stiga forskot á Þór/KA sem getur minnkað muninn aftur í fjögur stig með sigri á ÍA seinna í kvöld.

Þetta var síðasti leikur Selfossliðsins fyrir bikarúrslitin á laugardaginn kemur en Selfoss missti Fylki upp fyrir sig í kvöld og datt niður í sjötta sætið.

Fylkir vann 3-1 útisigur á FH þar sem Anna Björg Björnsdóttir skoraði öll þrjú mörk Fylkisliðsins. Fylkiskonur unnu þarna sinn annan leik í röð og komust aftur á sigurbraut eftir tvö töp á móti efstu liðunum og í bland við tap á móti Selfossi í undanúrslitum bikarsins.

Eyjakonur voru í markastuði á moti Aftureldingu og unnu átta marka stórsigur. Vesna Elísa Smiljkovic og varamaðurinn Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu tvö markanna en Díana er aðeins 17 ára.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni úrslit.net.



Úrslit og markaskorarar úr Pepsi-deild kvenna í kvöld:

ÍBV - Afturelding    8-0

1-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir (7.), 2-0 Þórhildur Ólafsdóttir (20.), 3-0 Vesna Elísa Smiljkovic (39.), 4-0 Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (42.), 5-0 Sjálfsmark (47.), 6-0 Vesna Elísa Smiljkovic (64.), 7-0 Díana Dögg Magnúsdóttir (84.), 8-0 Díana Dögg Magnúsdóttir (89.)

Valur - Stjarnan    0-0

Selfoss - Breiðablik    1-2

0-1 Fanndís Friðriksdóttir (19.), 0-2 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (46.), 1-2 Eva Lind Elíasdóttir (90.+1)

FH - Fylkir    1-3

0-1 Anna Björg Björnsdóttir (9.), 0-2 Anna Björg Björnsdóttir (28.), 1-2 Erna Guðrún Magnúsdóttir (43.), 1-3 Anna Björg Björnsdóttir (90.+3).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×