Erlent

72 klukkustunda vopnahlé á Gasa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Stjórnvöld í Ísrael og Hamas-samtökin samþykktu í kvöld vopnahléstillögu Egypta. Vopnahléið hefst klukkan átta að staðartíma í fyrramálið, eða klukkan fimm að morgni að íslenskum tíma og mun það vara í þrjá sólarhringa.

Fyrr í dag samþykktu Ísraelar sjö klukkustunda vopnahlé, sem fór þó út um þúfur eftir að Hamas-liðar höfnuðu tillögunni.

Loftáráshernaður Ísraela gegn Palestínumönnum hófst þann áttunda júlí síðastliðinn sem svar við þrálátum loftskeytaárásum herskárra Hamas-liða. Landhernaður Ísraelshers, sem beint var gegn göngum sem Hamas hafa grafið frá Gasasvæðinu, hófst svo hinn sautjánda sama mánaðar.


Tengdar fréttir

Taka á upp friðarviðræður á ný

Við erum nú enn á ný vitni að harmleik í Miðausturlöndum. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og allt alþjóðasamfélagið verða að knýja stríðsaðila til að gera vopnahlé og hefja friðarviðræður. Enn og aftur bitna átökin verst á almennum borgurum meðal Palestínumanna og Ísraelsmanna.

Krefjast vopnahlés

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir tafarlausu og óskilyrtu vopnahléi á Gaza.

Vopnahlé rofið á Gasa

Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi.

Heldur dregur úr mannfalli á Gaza

Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza.

Bretar endurskoða vopnaútflutning

Stjórnvöld í Bretlandi endurskoða nú sölu á öllum vopnum og öðrum búnaði til hernaðarlegra afnota til Ísraels í ljósi árásanna sem þar geisa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.