Ísraelar draga úr herstyrk sínum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2014 00:16 VÍSIR/AFP Ísraelsher hefur dregið allverulega úr landhernaði sínum og dregið til baka flest alla hermenn sína af Gasasvæðinu í aðdraganda sjö klukkustunda vopnahlés sem fyrirhugað er á morgun. Vopnahléið, sem er af mannúðarástæðum, mun hefjast klukkan átta að íslenskum tíma en fyrri tilraunir hafa allar farið út um þúfur. Átökin á Gasa hafa nú staðið yfir í hartnær mánuð og kostað rúmlega 1800 Palestínumenn og 60 Ísraela lífið. Þrátt fyrir að ísraelsk stjórnvöld sé nú nánast búin að afturkalla alla hermenn sína hafa hörð átök geisað í nótt á hlutum Gasasvæðisins. Á annan tug Palestínumanna féll fyrir hendi ísraelskrar loftárásar nærri skýli á vegum Sameinuðu þjóðanna og hafa bandarísk stjórnvöld harðlega gagnrýnt Ísraela fyrir árásina sem þau segja „skammarlega“ í ljósi nálægðarinnar við alþjóðleg hjálparsamtök. Loftáráshernaður Ísraela gegn Palestínumönnum hófst þann áttunda júlí síðastliðinn sem svar við þrálátum loftskeytaárásum herskárra Hamas-liða. Landhernaður Ísraelshers, sem beint var gegn göngum sem Hamas hafa grafið frá Gasasvæðinu, hófst svo þann 17 sama mánaðar. Talið er að um 30 slíkum göngum hafi verið eytt á síðustu dögum og er það ein af ástæðum þess að nú er dregið úr landhernaði – Ísraelsher telur einfaldlega litla sem enga hættu stafa af göngunum lengur. Gasa Tengdar fréttir Önnur loftárás hæfir skóla á Gasa Að sögn sjúkraliða á Gasa hafa um þrjátíu manns fallið í árásum það sem af er degi. 3. ágúst 2014 09:25 Kveikt á Friðarsúlunni vegna ástandsins á Gasa Yoko Ono segir að kveikt verði á Friðarsúlunni í Viðey þann 7. ágúst vegna allra þeirra saklausu barna sem hafa látið lífið á Gasa síðustu vikur. 1. ágúst 2014 19:14 Samið um vopnahlé á Gasa Ísrael og Hamas hafa samþykkt 72 klukkustunda vopnahlé af mannúðarástæðum. 31. júlí 2014 22:08 Ísraelsher sleppir sprengjum á palestínskan háskóla Um 35 Palestínumenn hafa látið lífið í átökum morgunsins. 2. ágúst 2014 11:22 Vopnahlé á Gasa Friðaumleitanir hefjast í Kæró innan tíðar. 1. ágúst 2014 07:07 Saka Ísraelsher um að hindra för slasaðra á sjúkrahús Talsmaður Hamas samtakanna fullyrðir að Ísraelsher hafi framið stríðsglæpi með því að hindra flutning særðra Palestínumanna á spítala. Verð á matvælum á Gaza hefur rokið upp vegna stríðsins og bændur leggja sig í lífshættu við að flytja mat á markaði á Gaza. 2. ágúst 2014 19:10 Ban Ki-Moon segir árásina í dag „glæpsamlega“ Tíu mannst fórust í loftárás í grennd við neyðarskýli Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu. 3. ágúst 2014 16:45 Fjörutíu fallið á Gasa í dag Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir. 1. ágúst 2014 14:23 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Ísraelsher hefur dregið allverulega úr landhernaði sínum og dregið til baka flest alla hermenn sína af Gasasvæðinu í aðdraganda sjö klukkustunda vopnahlés sem fyrirhugað er á morgun. Vopnahléið, sem er af mannúðarástæðum, mun hefjast klukkan átta að íslenskum tíma en fyrri tilraunir hafa allar farið út um þúfur. Átökin á Gasa hafa nú staðið yfir í hartnær mánuð og kostað rúmlega 1800 Palestínumenn og 60 Ísraela lífið. Þrátt fyrir að ísraelsk stjórnvöld sé nú nánast búin að afturkalla alla hermenn sína hafa hörð átök geisað í nótt á hlutum Gasasvæðisins. Á annan tug Palestínumanna féll fyrir hendi ísraelskrar loftárásar nærri skýli á vegum Sameinuðu þjóðanna og hafa bandarísk stjórnvöld harðlega gagnrýnt Ísraela fyrir árásina sem þau segja „skammarlega“ í ljósi nálægðarinnar við alþjóðleg hjálparsamtök. Loftáráshernaður Ísraela gegn Palestínumönnum hófst þann áttunda júlí síðastliðinn sem svar við þrálátum loftskeytaárásum herskárra Hamas-liða. Landhernaður Ísraelshers, sem beint var gegn göngum sem Hamas hafa grafið frá Gasasvæðinu, hófst svo þann 17 sama mánaðar. Talið er að um 30 slíkum göngum hafi verið eytt á síðustu dögum og er það ein af ástæðum þess að nú er dregið úr landhernaði – Ísraelsher telur einfaldlega litla sem enga hættu stafa af göngunum lengur.
Gasa Tengdar fréttir Önnur loftárás hæfir skóla á Gasa Að sögn sjúkraliða á Gasa hafa um þrjátíu manns fallið í árásum það sem af er degi. 3. ágúst 2014 09:25 Kveikt á Friðarsúlunni vegna ástandsins á Gasa Yoko Ono segir að kveikt verði á Friðarsúlunni í Viðey þann 7. ágúst vegna allra þeirra saklausu barna sem hafa látið lífið á Gasa síðustu vikur. 1. ágúst 2014 19:14 Samið um vopnahlé á Gasa Ísrael og Hamas hafa samþykkt 72 klukkustunda vopnahlé af mannúðarástæðum. 31. júlí 2014 22:08 Ísraelsher sleppir sprengjum á palestínskan háskóla Um 35 Palestínumenn hafa látið lífið í átökum morgunsins. 2. ágúst 2014 11:22 Vopnahlé á Gasa Friðaumleitanir hefjast í Kæró innan tíðar. 1. ágúst 2014 07:07 Saka Ísraelsher um að hindra för slasaðra á sjúkrahús Talsmaður Hamas samtakanna fullyrðir að Ísraelsher hafi framið stríðsglæpi með því að hindra flutning særðra Palestínumanna á spítala. Verð á matvælum á Gaza hefur rokið upp vegna stríðsins og bændur leggja sig í lífshættu við að flytja mat á markaði á Gaza. 2. ágúst 2014 19:10 Ban Ki-Moon segir árásina í dag „glæpsamlega“ Tíu mannst fórust í loftárás í grennd við neyðarskýli Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu. 3. ágúst 2014 16:45 Fjörutíu fallið á Gasa í dag Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir. 1. ágúst 2014 14:23 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Önnur loftárás hæfir skóla á Gasa Að sögn sjúkraliða á Gasa hafa um þrjátíu manns fallið í árásum það sem af er degi. 3. ágúst 2014 09:25
Kveikt á Friðarsúlunni vegna ástandsins á Gasa Yoko Ono segir að kveikt verði á Friðarsúlunni í Viðey þann 7. ágúst vegna allra þeirra saklausu barna sem hafa látið lífið á Gasa síðustu vikur. 1. ágúst 2014 19:14
Samið um vopnahlé á Gasa Ísrael og Hamas hafa samþykkt 72 klukkustunda vopnahlé af mannúðarástæðum. 31. júlí 2014 22:08
Ísraelsher sleppir sprengjum á palestínskan háskóla Um 35 Palestínumenn hafa látið lífið í átökum morgunsins. 2. ágúst 2014 11:22
Saka Ísraelsher um að hindra för slasaðra á sjúkrahús Talsmaður Hamas samtakanna fullyrðir að Ísraelsher hafi framið stríðsglæpi með því að hindra flutning særðra Palestínumanna á spítala. Verð á matvælum á Gaza hefur rokið upp vegna stríðsins og bændur leggja sig í lífshættu við að flytja mat á markaði á Gaza. 2. ágúst 2014 19:10
Ban Ki-Moon segir árásina í dag „glæpsamlega“ Tíu mannst fórust í loftárás í grennd við neyðarskýli Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu. 3. ágúst 2014 16:45
Fjörutíu fallið á Gasa í dag Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir. 1. ágúst 2014 14:23
Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10