Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela Atli Ísleifsson skrifar 31. júlí 2014 13:57 1.390 Palestínumenn og 58 Ísraelar hafa látið lífið í árásum síðustu vikna. Þá er 425 þúsund Palestínumenn á vergangi. Vísir/AP Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa. Gasa Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa.
Gasa Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent