Erlent

Ísraelsher varpaði sprengjum á flóttamannabúðir eftir að vopnahlé hófst

ingvar haraldsson skrifar
Lík átta ára palestínskrar stúlku sem lést er Ísraelsher varpaði sprengjum á flóttamannabúðir á Gasa eftir að einhliða vopnahlé hófst.
Lík átta ára palestínskrar stúlku sem lést er Ísraelsher varpaði sprengjum á flóttamannabúðir á Gasa eftir að einhliða vopnahlé hófst. nordicphotos/afp
Átta ára stúlka er látin og að minnsta kosti þrjátíu eru særðir eftir loftárás Ísraelshers á flóttamannabúðir í Gasa borg í morgun. Loftárásin átti sér stað innan við þrjátíu mínútum eftir að einhliða vopnhlé Ísraelshers hófst klukkan átta í morgun. Vopnahléið átti að standa í sjö tíma en Hamas liðar höfðu ekki fallist á að taka þátt í því. The Telegraph greinir frá.

Talsmenn ísraelshers segja að vopnahléið nái ekki yfir borgina Rafha og að hermenn muni svara fyrir sig verði á þá ráðist. Flóttamannabúðirnar sem sprengjum var varpað á er í talsverðri fjarlægð frá Rafah.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að árás Ísraelshers á skóla Sameinuðu þjóðanna í vikunni sé siðferðislegt hneyksli og glæpsamlegt athæfi. Ísraelsher hefur fækkað í herliði sínu á Gaza og talsmaður hersins segir herinn langt kominn með að ljúka því ætlunarverki sínu að eyðileggja fjölda jarðganga Hamasliða inn í Ísrael.

Tugir manna féllu á Gaza í gærkvöldi og nótt en nú hafa um 1.800 manns fallið þar og rúmlega níu þúsund særst. Sextíu og sex Ísraelsmenn hafa fallið, allt hermenn nema tveir og tælenskur ríkisborgari sem var við störf í Ísrael.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.