Erlent

Bretar endurskoða vopnaútflutning

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór.
Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór. vísir/afp
Stjórnvöld í Bretlandi endurskoða nú sölu á öllum vopnum og öðrum búnaði til hernaðarlegra afnota til Ísraels í ljósi árásanna sem þar geisa. Vopnaútflutningur Breta til Ísraels nemur um átta milljörðum breskra punda. Guardian greinir frá. 

„Við erum núna að fara yfir öll útflutningsleyfi til Ísraels til þess að geta staðfest að við teljum hann enn viðeigandi,“ sagði talsmaður Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands í dag.  

Um 1.800 manns, meirihlutinn óbreyttir borgarar hafa fallið á Gaza og rúmlega níu þúsund særst. Sextíu og sex Ísraelar, þar af þrír óbreyttir borgarar hafa fallið frá því átökin hófust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×