Enski boltinn

Gylfi: Hlakka mikið til laugardagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Sigurðsson snýr aftur á Liberty Stadium á laugardaginn.
Gylfi Sigurðsson snýr aftur á Liberty Stadium á laugardaginn. Vísir/Getty
Gylfi Sigurðsson leikur sinn fyrsta leik fyrir Swansea City á Liberty Stadium í rúm tvö ár þegar Svanirnir taka á móti Villareal í vináttuleik á laugardaginn kemur.

Í samtali á heimasíðu Swansea segist Gylfi vera spenntur að spila fyrir framan stuðningsmenn Swansea á nýjan leik, en sem kunnugt er lék hann sem lánsmaður hjá velska liðinu seinni hluta tímabilsins 2011-2012.

„Það er liðinn langur tími síðan ég spilaði í treyju Swansea á Liberty Stadium, svo ég hlakka mikið til laugardagsins,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn og bætti við:

„Ég naut þess að vera hér á láni og ég á góðar minningar frá leikjum sem ég hef spilað á Liberty. Ég man að stuðningsmennirnir voru alltaf syngjandi og duglegir að styðja við bakið á leikmönnunum sem er svo mikilvægt fyrir liðið.

„Þetta var líka svona þegar ég spilaði hér með Tottenham - stuðningsmennirnir studdu liðið hvernig sem staðan var, og stuðningurinn verður aftur mikilvægur á þessari leiktíð,“ sagði Gylfi, en leikurinn gegn Villareal er síðasti leikur Swansea á undirbúningstímabilinu.

Swansea heimsækir Manchester United í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar laugardaginn 16. ágúst.


Tengdar fréttir

Van Persie missir af leiknum gegn Swansea

Louis van Gaal, þjálfari Manchester United, hefur staðfest að landi hans, Robin van Persie, verði ekki með gegn Swansea City 16. ágúst, í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni,

Gylfi: Hef tekið framförum undanfarin tvö ár

Gylfi Þór Sigurðsson telur að hann hafi tekið framförum sem fótboltamaður þrátt fyrir að hann hafi ekki fengið að leika sína stöðu hjá Tottenham. Gylfi var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Monk hrósaði Gylfa í hástert

Garry Monk, þjálfari Swansea, hrósaði Gylfa Þór Sigurðssyni í hástert eftir 4-0 sigur gegn Plymouth í dag.

Swansea tilbúið að hlusta á tilboð í Bony

Samkvæmt heimildum Daily Mirror hefur Swansea gefið upp alla von að Wilfried Bony leiki með liðinu á næsta tímabili. Talið er að Swansea vilji fá tæplega 20 milljónir punda fyrir framherjann.

Monk himinlifandi með Gylfa

Gary Monk, þjálfari Swansea, er himinlifandi með að hafa fengið Gylfa Þór Sigurðsson til liðs við Swansea.

Gylfi góður í sigurleik

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea unnu 3-1 sigur á Reading í æfingaleik í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×