Enski boltinn

Van Persie missir af leiknum gegn Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Louis van Gaal gantast á æfingu í fyrradag.
Louis van Gaal gantast á æfingu í fyrradag. Vísir/Getty
Louis van Gaal, þjálfari Manchester United, hefur staðfest að landi hans, Robin van Persie, verði ekki með gegn Swansea City 16. ágúst, í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni,

Framherjinn er búinn að vera í fríi síðan HM í Brasilíu lauk og að mati van Gaal er hann ekki tilbúinn í átökin með Manchester United strax.

„Robin byrjar að æfa á morgun en hann mun ekki vera með gegn Valencia, það er alveg ljóst,“ sagði van Gaal og vísaði til æfingaleiks United og spænska liðsins á Old Trafford 12. ágúst, en það verður fyrsti leikur United á heimavelli undir stjórn van Gaal.

„Hann mun heldur ekki spila í úrvalsdeildinni. Þegar leikmaður er búinn að vera í fríi í þrjár vikur þarf hann að æfa.

„Mér þykir þetta leitt en leikmenn þurfa að æfa og Robin þarf að æfa í nokkurn tíma áður hann byrjar að spila á ný,“ sagði Hollendingurinn og bætti við:

„Fólk má gagnrýna mig fyrir þessa ákvörðun en ég veit hvað gera skal þegar leikmenn eru búnir að vera í þriggja vikna fríi.“

Manchester United vann Real Madrid 3-1 í gær og mætir Liverpool í úrslitaleik Champions Cup á morgun.


Tengdar fréttir

Liverpool vann í Charlotte

Liverpool og AC Milan mættust í kvöld í lokaleik riðlakeppninnar á Champions Cup

Vona að Rooney fái fyrirliðabandið

Paul Scholes vonast til þess að Louis Van Gaal láti Wayne Rooney fá fyrirliðabandið á næsta tímabili en ekki Robin Van Persie. Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu eftir að Nemanja Vidic fór frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×