Ómögulegt að greina dánarorsök eiganda ferjunnar Bjarki Ármannsson skrifar 25. júlí 2014 10:52 Löng og mikil leit var gerð að auðkýfingnum. Vísir/AP Yfirvöld í Suður-Kóreu segjast ekki geta greint dánarorsök auðkýfingsins Yoo Byung-eun, eiganda Sewol-ferjunnar sem sökk í Apríl og kostaði rúmlega þrjú hundruð manns lífið. Lögregla greindi frá því í síðustu viku að lík sem fannst þann 12. júní síðastliðinn væri af Yoo sem hafði þá lengi verið eftirlýstur í tengslum við ferjumálið. Nú segja hins vegar sérfræðingar sem stóðu að krufningu líksins að ómögulegt sé að komast að því hvað dró hann til dauða.BBC greinir frá. Að sögn yfirvalda var lík Yoo illa rotnað og engin leið að meta hvort hann hafi hlotið banasár eða dáið úr veikindum. Þó hefur verið útilokað að dánarorsökin hafi verið eitur eða eiturlyf. Yoo átti fyrirtækið sem rak Sewol-ferjuna sem sökk þann 16. Apríl síðastliðinn. Allir farþegar ferjunnar létu lífið, þar af fjölmargir framhaldsskólanemar. Rannsókn leiddi í ljós að hún var ofhlaðin og að henni hefði verið breytt ólöglega til að geta rúmað fleiri farþega og farangur. Lögregla vildi ná Yoo til yfirheyrslu og hefði hann líklega verið kærður fyrir fjárdrátt og glæpsamlega vanrækslu. Saksóknarar hafa greint frá því að Yoo slapp við handtöku með því að fela sig í fataskáp á sumarheimili sínu. Lík milljarðamæringsins fannst að lokum á plómuekru í tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá húsinu ásamt nokkrum áfengisflöskum. Lögregla hefur verið gagnrýnd fyrir að tengja ekki líkið, sem var geymt í líkhúsi í heilar sex vikur, við leitina að Yoo. Tengdar fréttir Réttarhöld hafin yfir áhöfn suður-kóresku ferjunnar Gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu 10. júní 2014 10:53 Börnin reyndu að flýja ferjuna í örvæntingu Mörgum barnanna sem voru um borð í farþegaferjunni Sewol var sagt að halda kyrru fyrir þar sem þau voru þegar ferjan byrjaði að sökkva í því skyni að tryggja öryggi þeirra. 23. apríl 2014 09:46 Þúsundir lögreglumanna gera leit að milljarðamæringi í Suður-Kóreu Yoo Byung-eun er eftirlýstur í tengslum við ferjuslysið í Sewol í apríl. 12. júní 2014 08:30 Enn leitað að eftirlifendum Björgunarmenn við suðvesturströnd Suður-Kóreu leita enn að eftirlifendum eftir að ferjan Sewol sökk á miðvikudaginn. Alls voru 470 farþegar um borð, stór hluti þeirra nemendur. 18. apríl 2014 11:05 Skipstjóri ferjunnar í Suður-Kóreu handtekinn Komið hefur í ljós að hann sjálfur var ekki við stjórnvölinn þegar ferjan sökk og verður hann því ákærður fyrir vanrækslu í starfi. 18. apríl 2014 19:33 Tæplega 300 manns enn saknað í Suður-Kóreu Ferjan sökk innan tveggja klukkustunda frá því að neyðarkall var sent út. 16. apríl 2014 11:19 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu segjast ekki geta greint dánarorsök auðkýfingsins Yoo Byung-eun, eiganda Sewol-ferjunnar sem sökk í Apríl og kostaði rúmlega þrjú hundruð manns lífið. Lögregla greindi frá því í síðustu viku að lík sem fannst þann 12. júní síðastliðinn væri af Yoo sem hafði þá lengi verið eftirlýstur í tengslum við ferjumálið. Nú segja hins vegar sérfræðingar sem stóðu að krufningu líksins að ómögulegt sé að komast að því hvað dró hann til dauða.BBC greinir frá. Að sögn yfirvalda var lík Yoo illa rotnað og engin leið að meta hvort hann hafi hlotið banasár eða dáið úr veikindum. Þó hefur verið útilokað að dánarorsökin hafi verið eitur eða eiturlyf. Yoo átti fyrirtækið sem rak Sewol-ferjuna sem sökk þann 16. Apríl síðastliðinn. Allir farþegar ferjunnar létu lífið, þar af fjölmargir framhaldsskólanemar. Rannsókn leiddi í ljós að hún var ofhlaðin og að henni hefði verið breytt ólöglega til að geta rúmað fleiri farþega og farangur. Lögregla vildi ná Yoo til yfirheyrslu og hefði hann líklega verið kærður fyrir fjárdrátt og glæpsamlega vanrækslu. Saksóknarar hafa greint frá því að Yoo slapp við handtöku með því að fela sig í fataskáp á sumarheimili sínu. Lík milljarðamæringsins fannst að lokum á plómuekru í tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá húsinu ásamt nokkrum áfengisflöskum. Lögregla hefur verið gagnrýnd fyrir að tengja ekki líkið, sem var geymt í líkhúsi í heilar sex vikur, við leitina að Yoo.
Tengdar fréttir Réttarhöld hafin yfir áhöfn suður-kóresku ferjunnar Gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu 10. júní 2014 10:53 Börnin reyndu að flýja ferjuna í örvæntingu Mörgum barnanna sem voru um borð í farþegaferjunni Sewol var sagt að halda kyrru fyrir þar sem þau voru þegar ferjan byrjaði að sökkva í því skyni að tryggja öryggi þeirra. 23. apríl 2014 09:46 Þúsundir lögreglumanna gera leit að milljarðamæringi í Suður-Kóreu Yoo Byung-eun er eftirlýstur í tengslum við ferjuslysið í Sewol í apríl. 12. júní 2014 08:30 Enn leitað að eftirlifendum Björgunarmenn við suðvesturströnd Suður-Kóreu leita enn að eftirlifendum eftir að ferjan Sewol sökk á miðvikudaginn. Alls voru 470 farþegar um borð, stór hluti þeirra nemendur. 18. apríl 2014 11:05 Skipstjóri ferjunnar í Suður-Kóreu handtekinn Komið hefur í ljós að hann sjálfur var ekki við stjórnvölinn þegar ferjan sökk og verður hann því ákærður fyrir vanrækslu í starfi. 18. apríl 2014 19:33 Tæplega 300 manns enn saknað í Suður-Kóreu Ferjan sökk innan tveggja klukkustunda frá því að neyðarkall var sent út. 16. apríl 2014 11:19 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Réttarhöld hafin yfir áhöfn suður-kóresku ferjunnar Gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu 10. júní 2014 10:53
Börnin reyndu að flýja ferjuna í örvæntingu Mörgum barnanna sem voru um borð í farþegaferjunni Sewol var sagt að halda kyrru fyrir þar sem þau voru þegar ferjan byrjaði að sökkva í því skyni að tryggja öryggi þeirra. 23. apríl 2014 09:46
Þúsundir lögreglumanna gera leit að milljarðamæringi í Suður-Kóreu Yoo Byung-eun er eftirlýstur í tengslum við ferjuslysið í Sewol í apríl. 12. júní 2014 08:30
Enn leitað að eftirlifendum Björgunarmenn við suðvesturströnd Suður-Kóreu leita enn að eftirlifendum eftir að ferjan Sewol sökk á miðvikudaginn. Alls voru 470 farþegar um borð, stór hluti þeirra nemendur. 18. apríl 2014 11:05
Skipstjóri ferjunnar í Suður-Kóreu handtekinn Komið hefur í ljós að hann sjálfur var ekki við stjórnvölinn þegar ferjan sökk og verður hann því ákærður fyrir vanrækslu í starfi. 18. apríl 2014 19:33
Tæplega 300 manns enn saknað í Suður-Kóreu Ferjan sökk innan tveggja klukkustunda frá því að neyðarkall var sent út. 16. apríl 2014 11:19