Erlent

Réttarhöld hafin yfir áhöfn suður-kóresku ferjunnar

Randver Kári Randversson skrifar
Frá réttarhöldunum í borginni Gwangju í dag.
Frá réttarhöldunum í borginni Gwangju í dag. Vísir/AFP
Réttarhöld hófust í dag yfir fimmtán áhafnarmeðlimum suður-kóresku ferjunnar Sewol sem sökk í apríl. 292 fórust með ferjunni.

Skipstjórinn, Lee Joon-seok og þrír aðrir úr áhöfn ferjunnar eru sakaðir um manndráp vegna vanrækslu í starfi og gætu þeir verið dæmdir til dauða verði þeir fundnir sekir. Ellefu aðrir áhafnarmeðlimir eru ákærðir fyrir glæpsamlega vanrækslu og brot á siglingalögum.  

Gríðarleg reiði hefur blossað upp meðal almennings í Suður-Kóreu vegna slyssins og hefur hún beinst að miklu leyti að skipstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum, þar sem talið er að ekki hafi verið brugðist rétt við þegar ferjan sökk. Enn stendur yfir leit að eiganda fyrirtækisins sem rak ferjuna.

Í kjölfar málsins sagði forsætisráðherra landsins af sér og var nýr forsætisráðherra skipaður á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×