Innlent

Óska eftir rannsókn á fundum Sigga hakkara og FBI

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Samtökin Wikileaks hafa krafist þess að dönsk yfirvöld rannsaki hvort yfirvöld í Danmörku hafi brotið lög þegar FBI fundaði með Sigurði Þórðarsyni, sem er oft kallaður Siggi hakkari. Á vef Politken segir að FBI hafi fundað þrisvar sinnum með Sigurði sem hafi gefið þeim upplýsingar um Wikileaks.

Sigurður staðfestir þetta við Politiken, en FBI tók skýrslur af honum eftir að Wikileaks láku gögnum til fjölmiðla, sem meðal annars innihéldu leyniskjöl úr stríðunum í Afganistan og Írak.

Fundir FBI og Sigurðar hófust á Íslandi, en rannsóknarmönnum FBI var vísað úr landi. Sigurður segir Politiken að fundirnir hafi færst til Danmerkur. Wikileaks krefjast þess að lögreglan í Jótlandi rannsaki hvort lög hafi verið brotin, en síðasti fundur Sigurðar og FBI var í Árósum.

Þar gaf Sigurður FBI harða diska með gögnum frá Wikileaks of fékk pening í staðinn.

Danska leyniþjónustan, PET, vildi ekki tjá sig við Politiken. Þá segir yfirlögregluþjónn í Jótlandi að enginn þar hefði heyrt af fundi FBI og Sigurðar í Árósum.

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, sagði á þingi fyrir um ári síðan, að hvorki lögreglan, dómsmálaráðuneytið né leyniþjónustan hafi vitað af fundunum.


Tengdar fréttir

Siggi hakkari fékk frest

Ákæra á hendur Sigurði Inga Þórðarsyni, sem oft er nefndur Siggi hakkari, var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot

Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára.

Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla

Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.