Innlent

„Siggi Hakkari" í gæslu­varð­haldi vegna fleiri kynferðisbrota

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sigurður var dæmdur fyrir Hæstarétti í gær og er nú kominn í gæsluvarðhald fyrir önnur kynferðisbrot.
Sigurður var dæmdur fyrir Hæstarétti í gær og er nú kominn í gæsluvarðhald fyrir önnur kynferðisbrot.

Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Hakkari, sem var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sautján ára pilti, hefur verið í úrskuðaður í gæsluvarðhald fyrir önnur kynferðisbrot gegn nokkrum piltum.



Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir ennfremur að þau brot sem Sigurður sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna, séu alvarlegri en þau brot sem hann var dæmdur fyrir í gær.



Sigurður var sakfelldur í Hæstarétti í gær fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. Hann var dæmdur í fangelsi í átta mánuði og gert að greiða drengnum 500.000 krónur í miskabætur. Héraðsdómur hafði áður dæmt drengnum 800.000 krónur í bætur. Jafnframt skal hann greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.



Um var að ræða tvö skipti þar sem Sigurður blekkti drenginn til annarra kynferðismaka en samræðis, en sannað þótti að Sigurður hafi talið drengnum trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir og sjá til þess að hann myndi ekki missa ökuréttindi sín, þrátt fyrir ölvunarakstur ef drengurinn hefði við hann kynferðismök. Þá var talið sannað að maðurinn hefði fulla vitneskju um aldur drengsins.


Tengdar fréttir

Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone

Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar.

Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik

Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann.

Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot

Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára.

Kom með lífverði á nefndasvið Alþingis

Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar.

Mál á hendur Sigga hakkara fellt niður - tveir aðrir grunaðir um að kúga fé út úr Nóa Síríus

Sigurður Þórðarson, eða Siggi Hakkari, eins og hann er oft nefndur verður ekki ákærður fyrir aðild sína að fjárkúgunarmáli. Þetta kemur fram í bréfi frá Ríkissaksóknara sem Sigurður hefur nú birt á Twitter-síðu sinni. Sigurður þessi komst í fréttirnar á sínum tíma þegar í ljós kom að bandarískir alríkislögreglumenn höfðu yfirheyrt hann vegna tengsla hans við Wikileaks síðuna.

Segir tölvuárásinni hafa verið afstýrt

"Við teljium að það hafi tekist að afstýra árásinni," sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort hann teldi að það hefði verið framin tölvuárás hér á landi.

Þóttist vera tveir menn í samskiptum við tölvuverslun

„Ég var alltaf varkár,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi en hann er einn af mörgum sem Sigurður Ingi Þórðarson, stundum kallaður Siggi Hakkari, á að hafa svikið fé út úr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×