Innlent

Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Þórðarson.
Sigurður Ingi Þórðarson.
Ákæra á hendur Sigurði Inga Þórðarsyni, sem oft er nefndur Siggi hakkari, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag. Sigurður  er sakaður um stórfelldan fjárdrátt, fjársvik og þjófnað.  Þýfi hans og svik eru metin á þrjátíu milljónir króna. Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. Fréttastofa RÚV greinir frá málinu.

Hann er sagður hafa svikið út vörur og þjónustu auk þess að hafa blekkt fólk til að millifæra umtalsverðar upphæðir á bankareikninga sína á fölskum forsendum.

Á kostnað fyrirtækja, sem Sigurður átti ekki hluta í, eyddi hann meðal annars um tíu milljónum króna í notkun bílaleigubíla og rúmri milljón í eldsneyti.  Þá keypti hann fjórar fartölvur, níu Iphone farsíma, heimabíó, myndavélar og spjaldtölvu. Þetta gerði hann með greiðslukortum og á prókúru fyrirtækjanna. Svikin nema rúmum þrjátíu milljónum króna.

Stærsta krafa ákærunnar lýtur þó að Wikileaks. Sigurði er þar gert að sök að hafa þóst vera Julian Assange, stofnandi Wikileaks, og að hafa þannig fengið forstjóra vefverslunar til að millifæra 6,7 milljónir á bankareikninga sína. Fénu var ætlað að renna inn á reikning Wikileaks og átti að ráðstafa þeim til verkefna á vegum samtakanna. Sigurður starfaði sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, en nýtti hann peningana í eigin þágu. 

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.