Innlent

Siggi hakkari fékk frest

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður mætti í dómssal í morgun.
Sigurður mætti í dómssal í morgun. visir/gva

Ákæra á hendur Sigurði Inga Þórðarsyni, sem oft er nefndur Siggi hakkari, var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun.



Sigurður er sakaður um stórfelldan fjárdrátt, fjársvik og þjófnað. Þýfi hans og svik eru metin á þrjátíu milljónir króna. Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum.



Sigurði var veitur frestur til að taka afstöðu til ákærunnar til 18. ágúst í morgun. Ákæran ku vera samtals 30 blaðsíður og því var fresturinn svo langur. Einnig er framundan sumarfrí hjá lögmönnum sækjanda og verjanda.



Sigurður er sagður hafa svikið út vörur og þjónustu auk þess að hafa blekkt fólk til að millifæra umtalsverðar upphæðir á bankareikninga sína á fölskum forsendum.



Í ákærunni er hann einnig sakaður um að hafa staðið í reikningsviðskiptum fyrir hönd fyrirtækja sem hann átti ekki hlut í. Meðal annars er Sigurður sagður hafa svikið út leigu á bílum fyrir um tíu milljónir og eldsneyti fyrir eina milljón króna.



Þá á hann að hafa keypt fjórar fartölvur, níu Iphone farsíma, heimabíó, myndavélar og spjaldtölvu. Þetta gerði hann með greiðslukortum og á prókúru fyrirtækjanna.


Tengdar fréttir

Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone

Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar.

Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot

Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára.

Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla

Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×