Enski boltinn

Lazar Markovic genginn í raðir Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Twitter-síða Liverpool
Rétt í þessu var staðfest að Liverpool hefði gengið frá kaupunum á Lazar Markovic, serbneska kantmanninum frá Benfica. Liverpool greiðir 25 milljónir evra fyrir Markovic.

Markovic sem varð 20 ára í mars hefur leikið 72 leiki og skorað í þeim átján mörk fyrir Benfica og Partizan í serbnesku deildinni. Þá hefur hann leikið 12 landsleiki fyrir Serbíu þrátt fyrir ungan aldur.

Markovic átti fínt tímabil í liði Benfica sem vann deildina í annað sinn á síðustu níu árum. Þá komst liðið í úrslit Evrópudeildarinnar en Markovic var í banni í úrslitaleiknum eftir að hafa fengið rautt spjald í undanúrslitaleiknum.

„Ég er ánægður að ganga til liðs við jafn stórt félag. Ég get ekki beðið eftir því að byrja tímabilið eftir að hafa séð hvernig stemmingin er á Anfield,“ sagði Markovic himinlifandi við undirskrift.

Markovic er fjórði leikmaðurinn sem kemur inn um dyrnar hjá Liverpool í sumar á eftir Rickie Lambert, Adam Lallana og Emre Can.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×