Enski boltinn

Debuchy genginn til liðs við Arsenal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Matthieu Debuchy.
Matthieu Debuchy. Mynd/Twitter-síða Arsenal
Arsenal gekk í dag frá kaupunum á Mathieu Debuchy frá Newcastle en talið er að Skytturnar greiði 10 milljónir punda fyrir franska bakvörðinn.

Debuchy lék aðeins í 18 mánuði með Newcastle en félagið fékk hann til liðs við sig frá Lille í janúarglugganum 2013. Á þessum átján mánuðum lék hann 46 leiki fyrir Newcastle og skoraði í þeim eitt mark í nágrannaslag gegn Sunderland.

Arsene Wenger var gríðarlega ánægður með að hafa klófest bakvörðinn eftir að hafa misst Bacary Sagna, liðsfélaga Debuchy í franska landsliðinu til Manchester City fyrr í sumar.

„Ég er gríðarlega ánægður með að félagið hafi náð að klófesta Mathieu frá Newcastle. Mathieu er sterkur varnarmaður sem hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni og þekkir deildina. Hann hefur einnig sýnt sig og sannað á stóra sviðinu bæði með félagsliði sínu og landsliði,“ sagði Wenger í samtali við opinbera heimasíðu Arsenal.

Þá staðfesti Newcastle stuttu síðar að félagið hefði gengið frá kaupunum á Daryl Janmaat frá Feyenoord en félagið vildi ganga frá sölunni á Debuchy áður en kaupin á Janmaat gengu í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×