Erlent

Clinton sendir Rússum tóninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Hillary Rodham Clinton í Frakklandi fyrr í mánuðinum.
Hillary Rodham Clinton í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Vísir/AFP
Hillary Rodham Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að leiðtogar Evrópu ættu að auka þrýsting á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, komi í ljós að Rússar hafi komið að því að MH 17 hafi verið skotin niður.

Hún segir að spurningarnar sem hún myndir spyrja snéru að því hverjir gætu hafa skotið vélina niður. Ljóst sé að sérhæfðan búnað sem og þekkingu hafi þurft til verksins. Bætir hún við að ef sönnunargögn komi í ljós, sem tengi Rússland við árásina, ættu leiðtogar Evrópu að gera þrjá hluti.

Það fyrsta væri að herða þvinganir gagnvart Rússlandi og gera stjórnvöldum þar ljóst að einhver þurfi að gjalda fyrir árásina. Þá þurfi þeir að finna nýja seljendur að gasi en hið ríkisrekna rússneska fyrirtæki Gazprom. Efnahagur Rússlands sé mjög háður sölu á gasi og olíu.

Í þriðja lagi ættu leiðtogar Evrópu, ásamt Bandaríkjunum, að auka stuðning við yfirvöld í Kænugarði. Myndband frá AP má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Þjóðerni hluta farþeganna staðfest

Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×