Erlent

Sökuðu Rússa um að kynda undir átök í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Samantha Power og Mark Lyall, sendiherra Bandaríkjanna og Bretlands á fundi Öryggisráði Sameinðu þjóðanna í dag.
Samantha Power og Mark Lyall, sendiherra Bandaríkjanna og Bretlands á fundi Öryggisráði Sameinðu þjóðanna í dag. Vísir/AFP
Sendiherrar Bretlands og Bandaríkjanna vógu hart að Rússlandi í máli sínu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Sökuðu þau Rússa um að kynda undir átök í Úkraínu, með því að sjá aðskilnaðarsinnum fyrir vopnum eins og skriðdrekum og eldflaugum, þjálfun og mannskap.

Einnig fóru þau yfir það hvernig aðskilnaðarsinnum hefði tekist að skjóta niður flugvélar frá úkraínska hernum á síðustu dögum.

Bæði kölluðu þau eftir því að stjórnvöld í Rússlandi tæku skref til að draga úr átökum á svæðinu og hættu að útvega aðskilnaðarsinnum vopn.

„Rússland getur endað þetta stríð. Rússland verður að binda enda á þetta stríð,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Þá sagði hún einnig að Bandaríkin hefðu ekki vitneskju um að Úkraínuher hefði búnað á svæðinu, sem hægt væri að nota til að skjóta niður flugvélina. Hún sagði ólíklegt að aðskilnaðarsinnar hefðu geta beitt slíku tæki án tæknilegrar hjálpar frá Rússum.

Mark Lyall sendiherra Bretlands sagði að öryggisráðið yrði að gera meira en að gefa út tilkynningu. Það þyrfti að krefjast þess að deiluaðilar legðu niður vopn sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×