Enski boltinn

Man. City kaupir Fernando af Porto

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fernando er öflugur varnarsinnaður miðjumaður.
Fernando er öflugur varnarsinnaður miðjumaður. Vísir/getty
Porto hefur samþykkt kauptilboð Englandsmeistara Manchester City í miðjumanninn Fernando, en þetta staðfesti portúgalska félagið í kvöld.

City var nálægt því að kaupa Fernando í janúar en það gekk ekki upp. Hann er búinn að standast læknisskoðun hjá meisturunum og heldur nú til Manchester. City borgar tólf milljónir punda fyrir hann.

Þessi 26 ára gamli Brasilíumaður hefur spilað með Porto síðan 2007 en hann var áður á mála hjá Vila Nova í heimalandinu. Hann á að baki þrjá leiki fyrir U20 ára lið Brasilíu en engan fyrir A-landsliðið.

Fernando er annar leikmaðurinn sem Manuel Pellegrini fær til City í sumar en áður er félagið samið við BacarySagna, bakvörð Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×