Enski boltinn

Martinez framlengdi til 2019

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Martinez er í Brasilíu þessa dagana, hér er hann með Ruud Van Nistelrooy á æfingu hollenska liðsins.
Martinez er í Brasilíu þessa dagana, hér er hann með Ruud Van Nistelrooy á æfingu hollenska liðsins. Vísir/Getty
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, var verðlaunaður í gær með nýjum langtímasamningi við félagið. Nýji samningur Martinez er til fimm ára og rennur út 2019 en hann átti þrjú ár eftir af fyrrverandi samning.

Martinez sem tók við liði Everton af David Moyes síðasta sumar hefur komið með ferska vinda inn í lið Everton. Liðið spilaði stórskemmtilegan bolta undir stjórn hans á síðasta tímabili.

Ekki kom skemmtilegur sóknarbolti liðsins niður á árangrinum en Everton missti naumlega af sæti í Meistaradeildinni. Þá bætti Everton eigið stigamet undir Martinez með 72 stig í úrvalsdeildinni.

„Ég er þakklátur Everton fyrir að gefa mér þetta tækifæri og gæti ekki verið stoltari af hvernig fyrsta tímabilið gekk. Ég er gríðarlega spenntur fyrir næsta tímabili og vonandi getum við byggt ofan á þessu,“ sagði Martinez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×