Níu ára bið Arsenal á enda | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 00:01 Arsenal fagnaði sínum fyrsta stóra titli í níu ár eftir 3-2 sigur á Hull City í framlengdum bikarúrslitaleik á Wembley. Þetta var 11. bikarmeistaratitill Arsenal.Myndband með öllu því helsta sem gerðist í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Hull, sem hafði aldrei unnið enska bikarinn, fékk sannkallaða draumabyrjun, en eftir átta mínútna leik var staðan 2-0, Tígrunum í vil.James Chester kom Hull yfir á 3. mínútu þegar hann stýrði misheppnuðu skoti Toms Huddlestone í netið framhjá Lukasz Fabianski í marki Arsenal. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði fyrirliðinn Curtis Davies forystu Tígranna þegar setti boltann í markið eftir að Fabianski hafði varið skalla Alex Bruce í stöngina.Santi Cazorla minnkaði muninn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 17. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 2-1, Hull í vil. Arsenal jafnaði leikinn á 71. mínútu þegar Laurent Koscielny skoraði eftir mikinn atgang í vítateig Hull. Mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Arsenal-menn voru betri í framlengingunni. Oliver Giroud skallaði í slána á 95. mínútu og Aaron Ramsey átti svo skot í hliðarnetið úr þröngri stöðu. Sá síðarnefndi tryggði Arsenal svo sigurinn á 109. mínútu með góðu skoti eftir snotra sendingu frá Giroud.Sone Aluko var svo grátlega nærri því að jafna leikinn undir lokin þegar skot hans fór rétt framhjá marki Arsenal. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og Arsenal-menn fögnuðu langþráðum titli, þeim fyrsta í níu ár. Þungu fargi er því væntanlega létt af Arsene Wenger, þjálfara liðsins, til átján ára.Kieran Gibbs grípur í Aaron Ramsey sem skoraði sigurmark Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn Arsenal fagna sigurmarki Ramseys.Vísir/GettyLukas Podolski gerir sig líklegan til að sulla kampavíni yfir Arsene Wenger.Vísir/GettyWenger fær flugferð.Vísir/GettyBikarmeistarar Arsenal ásamt lukkudýri.Vísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Arsenal fagnaði sínum fyrsta stóra titli í níu ár eftir 3-2 sigur á Hull City í framlengdum bikarúrslitaleik á Wembley. Þetta var 11. bikarmeistaratitill Arsenal.Myndband með öllu því helsta sem gerðist í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Hull, sem hafði aldrei unnið enska bikarinn, fékk sannkallaða draumabyrjun, en eftir átta mínútna leik var staðan 2-0, Tígrunum í vil.James Chester kom Hull yfir á 3. mínútu þegar hann stýrði misheppnuðu skoti Toms Huddlestone í netið framhjá Lukasz Fabianski í marki Arsenal. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði fyrirliðinn Curtis Davies forystu Tígranna þegar setti boltann í markið eftir að Fabianski hafði varið skalla Alex Bruce í stöngina.Santi Cazorla minnkaði muninn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 17. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 2-1, Hull í vil. Arsenal jafnaði leikinn á 71. mínútu þegar Laurent Koscielny skoraði eftir mikinn atgang í vítateig Hull. Mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Arsenal-menn voru betri í framlengingunni. Oliver Giroud skallaði í slána á 95. mínútu og Aaron Ramsey átti svo skot í hliðarnetið úr þröngri stöðu. Sá síðarnefndi tryggði Arsenal svo sigurinn á 109. mínútu með góðu skoti eftir snotra sendingu frá Giroud.Sone Aluko var svo grátlega nærri því að jafna leikinn undir lokin þegar skot hans fór rétt framhjá marki Arsenal. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og Arsenal-menn fögnuðu langþráðum titli, þeim fyrsta í níu ár. Þungu fargi er því væntanlega létt af Arsene Wenger, þjálfara liðsins, til átján ára.Kieran Gibbs grípur í Aaron Ramsey sem skoraði sigurmark Arsenal.Vísir/GettyLeikmenn Arsenal fagna sigurmarki Ramseys.Vísir/GettyLukas Podolski gerir sig líklegan til að sulla kampavíni yfir Arsene Wenger.Vísir/GettyWenger fær flugferð.Vísir/GettyBikarmeistarar Arsenal ásamt lukkudýri.Vísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira